Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1963, Síða 54

Andvari - 01.10.1963, Síða 54
172 BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON ANDVAKI Hitt kvæðið, sem á Halldór biskup er stefnt, er styttra, og nefnir skáldið það Læsingarljóð. Það kvæði er allt saman háð og svigurmæli út af þeirri barneign frú Þóru, sem nú var gctið. Árni segir meðal annars: Kætist allir kokkálar, sem kvíða í brjósti safna, horfi í norður, hneigi þar og heilsi sínum nafna. Vafalaust eru bæði þcssi kvæði ort í biskupstíð Halldórs Brynjólfssonar, senni- lega ekki löngu eftir 1746, eða á meðan Iiið fræga barneignarmál var á dagskrá almennings. Um hríð bjó á Okrum í tvíbýli móti Árna Sigurður Högnason, sem sýslumað- ur var í Mýrasýslu 1731—41, en bjó bóndi fyrir og eftir þann tíma. Hann var þríkvæntur, og var Þuríður Jónsdóttir, ekkja Gísla lögréttumanns í Vogi og tengdamóðir Árna, miðkona Sigurðar. Þau voru barnlaus, en sonur bans af síð- asta bjónabandi var Þorkell hreppstjóri á Hömrum, sem kallaður var lagamóri. Sigurður andaðist 1762. Ult var í sambýli þcirra Árna, og segir Bogi Benediktsson í Sýslumanna ævum, að það væri meira honum að kenna en Sigurði. Tvö níðkvæði orti Árni um Sigurð og nefndi annað þcirra Ilundagey. Þar segir frá viðureign tveggja stórra hunda, Sarps og Soldáns, sem aldrei voru sáttir af því Soldán ýfði Sarp, af honum stal og rændi. Hundurinn Sarpur cr Árni sjálfur, en Soldán er Sigurður Högnason. Soldán hefur fjóra fylgihunda, og cr einn þeirra kallaður Lagamóri, sem eflaust á að vera Þorkell, sonur Sigurðar. Illa fcr fyrir Soldáni og fvlgihundum hans öllum, en Sarpur eyðir refum. Þetta nytjaverk Sarps mun ciga að tákna það hlutverk Árna að yrkja ,,það sem skal“, eins og hann kemst að orði í þessu kvæði, en þar mun hann eiga við níð, sem hann orti. Hitt níðkvæðið, sem Árni orti um Sig- urð, er kallað Skötubarðssálmur eða Karls kvæði. Fátækur gamall förukarl kemur til fyrr verandi yfirvalds síns, en gestrisnin á „sýslumannsins sögðum garði“ lýsir sér í því, að karlinn er „sæmd- ur með skötubarði". Víst má tclja, að bæði þessi kvæði séu ort að Sigurði lifanda, ef til vill meðan sambýli þeirra Árna stóð. Skötubarðs- sálmur er ortur eftir að Sigurður lét af sýslumanns embætti. Frægasta og eitthvert rammasta níð- kvæði Árna Böðvarssonar er ort til varnar Jóni sýslumanni Árnasyni í kvæðadeilu, sem reis út af synjunareiði lians í fað- ernismáli. Stúlka nokkur, Steinunn, dóttir Guðmundar bónda á Berserkjahrauni á Snæfellsnesi, ól barn 11. maí 1758 og lýsti Jón sýslumann föður þess, en hann neitaði faðcrninu mjög eindregið, og í bréfi til amtmanns fer hann hörðum orð- um um þetta freklega illmæli, sem á sig sé borið. Málinu lyktaði þannig, að sýslu- maður sór fyrir barnið. Llt af þessu var ort um hann napurt níðkvæði, sem í flestum handritum er nefnt Greifaríma eða ríma af greifanum Stoide, og svo mun höfundur hafa ncfnt kvæðið í fyrir- sögn þess, en í lokaerindi rímunnar nefnir hann hana Breiðavíkurþátt, enda eru menn í Breiðavíkurbyggðum ávarpaðir í mansöng eða formála rímunnar. Þctta bendir á Snæfellsnes cins og fleira í hcnni. Söguhetjan er greifinn Stoides, sem allir skildu, að var Jón sýslumaður Árnason. Barnsmóðir hans er nefnd La- pídá, en það cr dregið af latneska orðinu lapis: steinn og minnir á Steinunnar nafn. Frá faðernismálinu og svardaga sýslu- manns er sagt með skýrum orðum. Höfundur Greifarímu lætur ekki nafns
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.