Andvari - 01.10.1963, Side 55
ANDVAM
ÁKNI BÖÐVARSSON SKÁLD
173
síns getið, og í Hestum handritum cr hún
án höfundarnafns. Bogi Benediktsson
segir aðeins, að hún sé ort af óvildar-
manni Jóns sýslumanns. I Lbs. 1045, 8vo,
sem er handrit Ólafs Sivertsens, síðar
prests í Flatey, skrifað á árunum 1805—
08, eru höfundar hennar taldir tveir,
Þorsteinn Bárðarson í Vogatungu í Leir-
ársveit og Högni hálfbróðir hans, sem
var nafnfrægt skáld. Gísli Konráðsson
telur Þorstein einn höfund Greifarímu.
I lögna, sem var l’rægara skáld en bróðir
hans, mætti vel vera eignuð hlutdeild í
rímunni, þó að Þorsteinn hefði einn
kveðið hana. Þeir, sem kváðu gegn
Greifarímu, þykjast vel vita, hve sé höf-
undur hennar og telja hana eins manns
verk. Líkur mæla með því, að Þorsteinn
Bárðarson hafi ort hana. Gísli Konráðs-
son segir, að hann væri frændi Steinunn-
ar. Ekki er frændræknin svo mikil, að
reynt sé að bera af henni holdlegan
breyskleika, en ekki verður hlutur Jóns
sýslumanns veglegri fyrir það.
Kvæði sitt gegn Greifarímu nefndi
Arni Arinseld. Það er mislangt í hand-
ritum, 35—40 erindi. Fyrirsögn: „Arins
eldur brennandi, blossandi, blárauður
und Eldhrímni Angantýs munna leiki og
logi um leirskáldið Flelvítis nornanna,
sem spúð hefur úr sér Ijóðmæli því, er
hann kallar Rímu af greifanum Stoide".
Hér skulu tekin upp nokkur erindi úr
Arinseldi eftir Lbs. 1070, 8vo:
1. Arins kveikja eldinn fer
undir beizku seyði,
hver veit nema hann velgi þér,
veslings húskinn leiði.
3. Götu breiða gengur hast
gárunganna maki,
þeir, sem elska lygi og last,
ljóð þín vel meðtaki.
4. Allir skilja um ísa slóð,
er þitt kvæði nefna,
góðurn manni gjörðir hnjóð,
gjarnan skal þess hefna.
8. En þó lítist auðar Bil
oft á hringa lesti,
haltu kjafti heilum til,
hóru jagarinn vesti.
9. Nöðru hvoftur nú fær séð
Níðhöggs líkur svíni,
kynlegt er, þú kemur með
kenningu latinæ1)
23. Kem eg þar varla orðum að
anza fanti slíkum,
sem þá skömm úr kjafti kvað,
kauða Vítis líkum.
32. Leirskáldið, sem lét í té
last um snilling mæta,
þetta er, lítið þakklæte,
þó má enn við bæta.
37. Þig befur sjálfur Satan hér
sent með píslarfæri,
skömm og lygi bófinn ber
bezta snilling nærri.
38. Til þess fyndir böls við bungu,
bófinn heiftar snaga,
skyldu af ofraun illa tungu
í Helvíti gnaga.
Latneska kenningin, sem Arna þykir
kynlegt, að höfundur Greifarímu kemur
með, er nafnið Lapídá, sem getið er hér
að framan. Þetta sýnir, að Árni hefur
talið rímuna kveðna af ólærðum manni,
eins og Þorsteinn Bárðarson var og einnig
I lögni bróðir hans.
Gísli Konráðsson segir, að Jón sýslu-
maður hafi ekki beðið Árna að yrkja gegn
Greifarímu, heldur hafi sýslumaður
brennt öll handrit kvæðisins Arinselds,
sem hann gat náð í. En Árni mun hafa
fengið úr annari átt áskorun um að yrkja
1) Frb. latine.