Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.10.1963, Qupperneq 60

Andvari - 01.10.1963, Qupperneq 60
178 BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON ANDVARI Ketilssonar 20. nóvember 1779 má sjá, hvers efnis próventusamningur þessi hef- ur verið. Samkvæmt honum átti sýslu- maður að láta Arna í té á ári hverju 13 vættir á landsvísu í kaupmannsreikning, en eignast að honum látnum alla bónda- eignina í Okrum, svo fremi að lögerf- ingjar Árna borguðu ekki sýslumanni alla þá fémuni, scm Árni hefði fengið hjá honum cftir þessum samningi. Þegar samningurinn var gerður, liafði Árni fengið hjá sýslumanni 80 vættir á átta árum, og árið cftir hjálpaði sýslumaður Árna um 10 vættir í viðbót, cn þetta var alls 15 hundruð að verðmæti. Kynlegt er, að samkvæmt þessum samningi var Árni einn um að gefa próventu, en kona hans átti engan þátt í samningsgerðinni, þó að Árni teldi hana óðalsborna til bóndaeignarinnar hálfrar. Að þrern árum liðnum var gert próv- entuskjal, sem enn er til og má furðulegt heita ekki síður en fyrra skjalið. Þann 23. júlí 1765 gerðu þau Árni og Ingveldur skjal um próventu eða arfleiðslugjöf til Jóns sýslumanns. Samkvæmt því gefa þau honurn eftir sinn dag allar eigur sínar í föstu og lausu. Gegn þessu er til skilið, að sýslumaður sé þeirn hjálplegur ,,og aðstoði í því með þurfurn okkar lífs- tíð“. Árni sótti um og fékk konunglega staðfestingu á þessu skjali dagsetta 6. júní 1766, enda hafði stiftamtmaður, Ranzau greifi, gefið meðmæli dagsett 19. maí sama árs. Það er einkennilegt við þctta skjal, að samkvæmt því áttu þau hjón að ráða fé sínu rneðan lifðu, en sýslumaður eigi að síður hafa við þau sömu skyldur sem væru þau próventu- menn hans með venjulegum hætti. Hvergi sést, að hann hafi samþykkt skjalið, en þar sem stiftamtmaður segir í meðmælabréfi sínu, að þetta bcri að skoða sem próventusamning, virðist hann telja víst, að sýslumaður sé skjalinu samþykk- ur, og á þeim grundvelli hefur konung- leg staðfesting verið veitt. Eins og brátt segir nánar var því neitað síðar, að sýslu- maður hefði neitt um skjal þetta vitað. Sennilega hefur svo verið, en minnast má þess, að skjalið hlýtur að hafa verið sent til Kaupmannahafnar með haust- skipi 1765, stiftamtmaður útvegar kon- unglega staðfestingu vorið eftir, en vet- urinn 1765—66 dvaldi Jón sýslumaður í Kaupmannahöfn, og hann var stiftamt- manni persónulega kunnugur. 1 Ivernig svo sem þessi konunglega stað- festing hefur verið fengin, ónýtti hún próventusamninginn frá 1762. Jón sýslu- rnaður var auðvitað ekki bundinn af skjali, sem hann hafði ekki skrifað undir, en þau Árni og Ingveldur höfðu nú frjálsar hendur um ráðstöfun eigna sinna. Það frelsi notuðu þau árinu áður en Árni andaðist. Þau gcrðu gagnkvæma erfðaskrá sín á milli 5. júlí 1775, sóttu til konungs um staðfestingu á hcnni og gaf stiftamtnrað- ur, sem nú var Thodal, Jrcim meðmæli dagsett 18. september 1776. Erfðaskráin hlaut konunglega staðfestingu 14. febrúar 1777 og var auglýst á alþingi þess árs. Þá var Árni látinn, en Ingveldur á lífi. Á sama alþingi var birt yfirlýsing hennar um það, „að hún aldrei hafi inngengið, gjört eður gjöra látið“ próventusamning þann frá 1765, sem hér er frá sagt. Ótrú- legt er, að þessi yfirlýsing hennar sé sann- leikanum samkvæm. Að vísu hefur Árni skrifað nafn hennar undir skjalið, en þar settu tveir vitundarvottar nöfn sín og innsigli til vitnis um, að frá öllu væri rétt gengið, sem auðvitað hefði ekki verið, ef nafn Ingveldar hefði verið skrifað að henni fornspurðri. Jón sýslumaður Árnason andaðist 14. maí 1777. Var þá skuld hans við konung af Snæfellsnessýslu og Stapa urnboði 945 ríkisdalir og 50 skildingar, enda hafði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.