Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1963, Side 61

Andvari - 01.10.1963, Side 61
ANDVARI ÁRNI BÖÐVARSSON SKÁLI) 179 sýslumaður lengi legið undir grun um það, að fjárreiður hans væru ekki í lagi. Eins og vænta mátti, þegar kóngi var svona hátt skuldað, lét stiftamtmaður mjög til sín taka skipti á dánarbúi Jóns sýslumanns og skuldakröfur, sem hann taldi það eiga. Magnús Kctilsson, sýslu- maður í Dalasýslu, var skipaður skipta- ráðandi dánarbúsins, en það kom í hlut bróður hans, Guðmundar, sýslumanns í Mýrasýslu, að heimta af ekkju Arna skuld hans við dánarbúið. Stiftamtmað- ur taldi, að þegar Árni dó hefði Jón sýslumaður ekki vitað betur en próventu- samningur þeirra frá 1762 væri enn í fullu gildi, og vitnaði þessu til stuðnings í bréf, sem sýslumaður hafði skrifað Ing- veldi að Árna látnum. Hins vegar viður- kenndi stiftamtmaður, að próventuskjalið frá 1765, sem staðfest var af konungi, hefði ónýtt og ógildan gert próventu- samninginn frá 1762, en þar með væru þær 90 vættir, sem Árni hafði fengið hjá sýslumanni samkvæmt þcim samningi, orðnar að hreinni skuld. Taldi stiftamt- maður Árna hafa komið sviksamlega fram við Jón sýslumann og fór um það hörðum orðum í bréfum til sýslumann- anna Magnúsar og Guðmundar. Að sjálfsögðu var gagnkvæm erfðaskrá Árna Böðvarssonar og konu hans stað- fest með því skilorði, að um óðalsrétt skyldi fara eftir landslögunr. Ilelmingur- inn af bóndaeigninni í Okrum eða 15 hundruð var óðalseign Árna, en þeirri eign munu þeir, sem konungs hagsmuna áttu að gæta, hafa náð undir dánarhú Jóns sýslumanns án málaferla. Fyrir henni hljóta að hafa legið í dánarbúinu skilriki, sem hvorki frændur Árna né ekkja hans hafa séð sér fært að mæla gegn, en ekkert er nú vitað um þau skilríki. Eins og fyrr segir taldi stiftamtmaður þær 90 vættir, sem Árni hafði fengið hjá Jóni sýslumanni eftir próventusamn- ingi þeirra frá 1762, hreina skuld við dánarbú sýslumanns og lagði fyrir Guð- rnund sýslumann Ketilsson að stefna Ing- veldi Gísladóttur og dæma hana til greiðslu á þeirri skuld. Enda var hún dærnd til að greiða skuldina mcð vöxt- um, alls 91 ríkisdal kúrant. Til greiðslu skuldarinnar framseldi Ingveldur þann helming hóndaeignarinnar í Ökrum, sem hún taldi eign sína samkvæmt hinni gagnkvæmu erfðaskrá þeirra hjóna. Á alþingi 1782 var öll bóndaeignin seld Idjaltalín kaupmanni, sennilega Hans Oddssyni Hjaltalín kaupmanni á Stapa, á 240 spesíudali. Ilclmingur þess verðs kom í hlut Ingveldar, en af því fé hlaut hún að greiða skuld þá, er nú var getið. Svo mun hafa verið til ætlazt, að hún fengi að búa áfram á Ökrum, en ekki þurfti hún lengi að njóta þeirrar ábúðar. Ingveldur andaðist á sama sumri sem jörðin var seld. Eins og fyrr segir er sennilegt, að Árni hafi búið á bóndaeigninni í Ökrum einni saman, en eigi að síður var hann fjár- haldsmaður Akrakirkju. Einhvers konar samning mun hann hafa gert við Jón sýslumann um það, að sýslumaður tæki við fjárhaldi kirkjunnar. Ekki ræktu þeir skyldur sínar við hana betur en svo, að þegar þeir féllu frá, var hún lítt eða ekki hæf til messugjörðar. Stiftamtmaður taldi þenna samning þeirra óljósan, enda skorti skilríki um það, hver hefði upp borið gjöld til kirkjunnar eftir að hann var gerður. Krafðist stiftamtmaður þess, að Ingveldur tæki þátt í byggingu kirkj- unnar, en verjandi Ingveldar, Þorkell Sigurðsson lagamóri, sem fyrr er getið, mótmælti þeirri kröfu. Kirkjan var upp byggð af nýju áður en Akrar voru seldir, en ekki lét Ingveldur neitt af hendi rakna til þeirrar byggingar. Að henni látinni lagði stiftamtmaður fyrir Guðmund sýslumann Ketilsson að gera kröfu í dán-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.