Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1963, Page 64

Andvari - 01.10.1963, Page 64
182 VAGN B0RGE ANDVARI um sig og náði til Oslóar, þar sem leik- ritið var valið frumleikrit norska Þjóð- leikhússins. Enda þótt verk hans væru leikin í Kaupmannahöfn, þorði enginn þar að setja Marmara á svið. „Ég hef beÖið eftir því í tuttugu og fimm ár og bíð enn“, var eitt af því síðasta, sem ég heyrði Kamban, mesta leikritahöfund íslands, segja. Ósjálfrátt dettur manni í þessu sam- bandi í hug Strindberg, er var einn af lærimeisturum Kambans, sem og Ibsen, Shaw og Wilde. í bréfi til A. Falck gerir Strindberg eftirfarandi játningu: ,,í tíu ár hef ég beðiÖ eftir að fá Dauðadansinn á svið. 1 tíu ár hef ég beSiö eftir Svan- hvíti, Gustav Adolf, Gustav III., Dam- askus II. og III., og Kristínu. I tuttugu ár hef ég beðið eftir að sjá Fröken Júlíu og Föðurinn. í tíu ár beiÖ ég eftir að sjá Kronbruden sett á svið annars staðar cn í Stokkhólmi, sænskasta leikriti mitt, með sænskri tónlist". Enda þótt Kamban yrði enginn Strind- berg, er varla vafi á, að sem leikritahöf- undur náði hann mjög langt og á skilið endurreisn bæði á leiksviði í Evrópu og Ameríku. Við skulum nú hér á eftir virða fyrir okkur Höddu Pöddu, fegursta leik- ritið sem hann skildi cftir sig. Þetta leik- rit á öruggan sess með því bezta sem ís- lenzk leikritun hefur gefið Evrópu og hér gæti legið frækorn að miklum sigrum á alþjóðlegum vettvangi ef réttir aðilar, scm skildu verkið, færu höndum um það. Llm dramatíska gáfu verður ekki efazt, en þegar litið er yfir verk hans sem heild, virðist eins og hann hafi ekki vaxið sem leikritahöfundur að sama skapi og hann þroskaðist sem skáldsagnahöfundur. Beztu leikritin eru skrifuð á fyrri hluta ævinnar: Hadda Padda 1912, Kongl. leikh. 1914. Kongeglimen 1913, Kongl. leikh. 1921. Marmari 1918, Stadttheater Mainz 1933. Vér morðingjar 1919, Dagmarleikhúsið 1920. De arabiske Telte 1921, Dagmarleik- húsið 1921. Örknens Stjerner 1924, Kongl. leikh. 1932. Sendiherrann frú Júpiter 1924, Betty Nansen leikh. 1929. Skálholt 1933, Kongl. leikh. 1934. Komplekser 1938, Kongl. leikh. 1941. Grandezza 1940, Kongl. leikh. 1941. II HADDAPADDA Aðaldrættirnir í hinni örlagabundnu atburðarás. Idadda Padda gerist á íslandi, fyrsti þáttur í Reykjavík, annar þáttur í sýslu- mannssetri á Suðurlandi, síðustu þætt- irnir báðir gerast í nágrenni sýslumanns- setursins. I hverju atriði og í leikritinu sem heild er ferskt íslenzkt andrúmsloft, og því verða lcikstjóri, leikarar og leik- tjaldamálari að ná fram, ef Hadda Padda á að njóta sín á sviðinu. Hér hefur Kamb- an skapað hlutverk, átök og sviðræna Ijóðlist. Hann kemur fram á sjónarsviðið sem snjall leikritahöfundur með andlegar rætur í sígildum bókmenntum íslendinga, Eddum og fornum sögum. Tækni sína hefur hann þjálfað í skóla Ibsens og Strindbcrgs og numið af þeim fjölþætta list leiksamtalsins. Stórkostleg og fögur er ástarjátning I Iöddu Pöddu til Ingólfs, sem endurgeldur ást hennar allt til loka- átakanna. Það var þó ekki Hadda Padda, mcð hið hreina og göfuga geð, sem Ingólf- ur elskaði, heldur svstirin Kristrún, hún, sem vefur mönnum um fingur sér. En það ofbýður þreki og stolti Idöddu Pöddu, hún verður að draga sig í hlé, og það til fulls. Því sker hún á reipiÖ í átökum síð- asta þáttar og steypir sér niÖur í djúp gils- ins. Með dauða hennar eru Ingólfi sköpuð örlög. Og lcikritið allt er örlögbundið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.