Andvari - 01.10.1963, Qupperneq 64
182
VAGN B0RGE
ANDVARI
um sig og náði til Oslóar, þar sem leik-
ritið var valið frumleikrit norska Þjóð-
leikhússins.
Enda þótt verk hans væru leikin í
Kaupmannahöfn, þorði enginn þar að
setja Marmara á svið. „Ég hef beÖið eftir
því í tuttugu og fimm ár og bíð enn“, var
eitt af því síðasta, sem ég heyrði Kamban,
mesta leikritahöfund íslands, segja.
Ósjálfrátt dettur manni í þessu sam-
bandi í hug Strindberg, er var einn af
lærimeisturum Kambans, sem og Ibsen,
Shaw og Wilde. í bréfi til A. Falck gerir
Strindberg eftirfarandi játningu: ,,í tíu
ár hef ég beðiÖ eftir að fá Dauðadansinn
á svið. 1 tíu ár hef ég beSiö eftir Svan-
hvíti, Gustav Adolf, Gustav III., Dam-
askus II. og III., og Kristínu. I tuttugu
ár hef ég beðið eftir að sjá Fröken Júlíu
og Föðurinn. í tíu ár beiÖ ég eftir að sjá
Kronbruden sett á svið annars staðar cn í
Stokkhólmi, sænskasta leikriti mitt, með
sænskri tónlist".
Enda þótt Kamban yrði enginn Strind-
berg, er varla vafi á, að sem leikritahöf-
undur náði hann mjög langt og á skilið
endurreisn bæði á leiksviði í Evrópu og
Ameríku. Við skulum nú hér á eftir virða
fyrir okkur Höddu Pöddu, fegursta leik-
ritið sem hann skildi cftir sig. Þetta leik-
rit á öruggan sess með því bezta sem ís-
lenzk leikritun hefur gefið Evrópu og hér
gæti legið frækorn að miklum sigrum á
alþjóðlegum vettvangi ef réttir aðilar, scm
skildu verkið, færu höndum um það.
Llm dramatíska gáfu verður ekki efazt,
en þegar litið er yfir verk hans sem heild,
virðist eins og hann hafi ekki vaxið sem
leikritahöfundur að sama skapi og hann
þroskaðist sem skáldsagnahöfundur. Beztu
leikritin eru skrifuð á fyrri hluta ævinnar:
Hadda Padda 1912, Kongl. leikh. 1914.
Kongeglimen 1913, Kongl. leikh. 1921.
Marmari 1918, Stadttheater Mainz
1933.
Vér morðingjar 1919, Dagmarleikhúsið
1920.
De arabiske Telte 1921, Dagmarleik-
húsið 1921.
Örknens Stjerner 1924, Kongl. leikh.
1932.
Sendiherrann frú Júpiter 1924, Betty
Nansen leikh. 1929.
Skálholt 1933, Kongl. leikh. 1934.
Komplekser 1938, Kongl. leikh. 1941.
Grandezza 1940, Kongl. leikh. 1941.
II
HADDAPADDA
Aðaldrættirnir í hinni örlagabundnu
atburðarás.
Idadda Padda gerist á íslandi, fyrsti
þáttur í Reykjavík, annar þáttur í sýslu-
mannssetri á Suðurlandi, síðustu þætt-
irnir báðir gerast í nágrenni sýslumanns-
setursins. I hverju atriði og í leikritinu
sem heild er ferskt íslenzkt andrúmsloft,
og því verða lcikstjóri, leikarar og leik-
tjaldamálari að ná fram, ef Hadda Padda
á að njóta sín á sviðinu. Hér hefur Kamb-
an skapað hlutverk, átök og sviðræna
Ijóðlist. Hann kemur fram á sjónarsviðið
sem snjall leikritahöfundur með andlegar
rætur í sígildum bókmenntum íslendinga,
Eddum og fornum sögum. Tækni sína
hefur hann þjálfað í skóla Ibsens og
Strindbcrgs og numið af þeim fjölþætta
list leiksamtalsins. Stórkostleg og fögur
er ástarjátning I Iöddu Pöddu til Ingólfs,
sem endurgeldur ást hennar allt til loka-
átakanna. Það var þó ekki Hadda Padda,
mcð hið hreina og göfuga geð, sem Ingólf-
ur elskaði, heldur svstirin Kristrún, hún,
sem vefur mönnum um fingur sér. En
það ofbýður þreki og stolti Idöddu Pöddu,
hún verður að draga sig í hlé, og það til
fulls. Því sker hún á reipiÖ í átökum síð-
asta þáttar og steypir sér niÖur í djúp gils-
ins. Með dauða hennar eru Ingólfi sköpuð
örlög. Og lcikritið allt er örlögbundið.