Andvari - 01.10.1963, Page 68
186
VAGN B0RGE
ANDVARI
liina lýgnu konu og Skálholt harmleikur
ástar í meinum. Höddu Pöddu verður að
lcika þannig, að við skynjum hita eld-
fjallsins i geði konunnar, sem misst hef-
ur fjöregg sitt.
Þriðji þáttur, sem gerist í dalbrekku,
vaxinni kjarri, lyngi og blómum, mcð
fögrum vatnsmiklum fossi í baksýn, vcrð-
ur ramminn um ótta Höddu Pöddu, sem
valda mun dauða liennar í fjórða þætti,
enda þótt umhvcrfið veki ekki neinar sér-
stakar grunsemdir. Aðeins grasakonan
með lækningagrösin sín og hálfdulúðug
orð skilur hvernig ástatt er fyrir Höddu.
Samtalið við hana minnir nokkuð á dul-
arfull atriði í Ævintýraleik Strindbergs.
„Grasakonan: Ósköp finnst mér litla
stúlkan angurvær, (skyggnist niður í pok-
ann og tekur upp jurt). A ég að sýna
henni gras sem mikið getur læknað?
Hadda Padda: Brönugras!
Grasakonan: Það heitir öðru nafni
hjónagras . . . Ef maður vill vinna ást
cinhvers, laumar maður því undir kodd-
ann hans.
Hadda Padda: Sérðu ekki hringinn á
hendinni á mér? Þckkirðu ekki unnust-
ann minn?
Grasakonan: Jú, jú — hann var falleg-
ur drengur (dundar við pokann og raular
fyrir munni sér). Sú er ástin heitust, sem
bundin er meinum. Því er bezt að unna
ekki neinum“.
Þetta atriði verður að Icika þannig, að
grasakonan viti cndinn á hinum óhugn-
anlega leik, ncfnilega dauða Höddu í gil-
inu. Fagurt cr cftirfarandi atriði milli
grasakonunnar og Ilöddu, þær tala um
lækningamátt jurtanna, boðun óhamingj-
unnar vcrður enn þá augljósari.
„Grasakonan: . . . Hvað var það sem
varpaði sorginni yfir augu þín? . . . Af
hverju á fjólan að deyja?“
Fjólan mun dcyja af því Ingólfur hef-
ur svikið ástina. Það er skuggi þeirrar
sorgar, sem hvílir yfir augum Höddu
Pöddu, og sárast er fyrir hana að hann
skyldi falla fyrir vélahrögðum Kristrúnar,
að það skyldi verða systirin sem steypti
henni í óhamingjuna, systirin sem hatar
hana og hún hatar, því Kristrún, sem
sviksemin er í hlóð borin, er boðberi hins
illa. En samt liggja þræðirnir dýpra, hing-
að til hefur Kristrún leikið sér að mönn-
um, cn hinn þrettánda, Ingólf, clskar
hún, enda þótt fyrstu sprotar ástar henn-
ar hafi vaxið af löngun hennar til að gera
Idöddu Pöddu óhamingjusama. Ilún
elskar og hann elskar. En ástin, sem er
hinn dramatíski eldur leikritsins, logar þó
skærast i brjósti Ilöddu Pöddu sjálfrar,
sem í fjórða þætti vcrður magnaður og
villtur og fær hana til að leita dauðans.
„Ingólfur: Ég vil liggja og gleyma. Ég
vil láta mig dreyma um dauðann citt
augnablik.
Hadda Padda: Dauðann. Þú scm ert
sæll!
Ingólfur: Dauðinn cr heldur engin
vansæla.
Hadda Padda: Settu þig aftur, þá skal
ég segja þér hvað dauðinn er. í gær-
kvöldi var ekki nema hárshreidd milli mín
og dauðans."
Með öruggum listgripum hins góða
leikritahöfundar lætur Kamban Höddu
og Ingólf, í cnda þriðja þáttar, tala um
dauðann rétt eftir að við vitum, vegna
samtalsins við grasakonuna, hvert stcfnir
og rétt fyrir upphaf fjórða þáttar, sem
færir okkur inn í skugga dauðans og sýnir
okkur á áhrifamikinn hátt sig Höddu í
gilið, ekki til að leita hins glataða perlu-
bands eða til að ná í hvönn, eins og hún
segir, heldur á vit dauðans, hins örlög-
bundna dauða fyrir eigin hendi. Hug-
myndina, að fremja sjálfsmorð á þennan