Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1963, Side 75

Andvari - 01.10.1963, Side 75
ELIAS WESSÉN: Athuganir á stíl Hávamála E Edda geymir þrjú Oðinskvæði: Háva- mál, Vafþrúðnismál og Grímnismál. Þeim er það sameiginlegt að vera að miklu leyti fræðiljóð (lcirodikt). Þau miðla vís- dómi, annaðhvort lífspeki og heilræðum til leiðsagnar við ýmsar kringumstæður lífsins eða fræðslu um háleit og dulin efni. Óðinn gengur fram sem hinn vísi, hinn margfróði, sem við ýmsar aðstæður miðlar af vizku sinni. Frásagnarefnið er í umgerð kvæðanna, en hún er sitt með hverju móti. I Háva- málum er hún einfoldust. Ilún birtist í raun og veru ekki fyrr cn í lokaerindinu, sem tengir allt saman: Nú eru Háva mál kveðin Háva höllu í, allþörf ýta sonum, óþörf jötna sonum; heill sá, er kvað, heill sá, er kann, njóti sá, er nam, heilir, þeirs hlýddu. Að öðru leyti verður lesandinn að una þeim upplýsingum, sem nafnið sjálft veit- ir honum. Þetta eru orð hins Háva. Það er hinn Hávi, Óðinn sjálfur, sem mælir. Hávamál eru lengst Óðinskvæðanna þriggja. Þess vegna standa þau einnig fremst þeirra, næst á eftir Völuspá, sem spennir alla heimsrásina. Það, sem í Codex Regius stendur undir fyrirsögninni Hávamál, er ekki samfellt kvæði. Það er safn margra kvæða, all- skyldra um efni og form, sem einhver ritari hefur steypt saman undir sameigin- legri yfirskrift. Þetta sést að nokkru þeg- ar af handritinu sjálfu. Erindi 111 og 138 hefjast á stórum upphafsstaf, sem táknar greinilega að hér byrji nýtt kvæði. Sam- steypumaðurinn og seinni afritarar hafa ekki viljað má út öll skil. Erindin 111— 137 mynda líka kvæði út af fyrir sig; því er beint til manns sem kallast Loddfáfnir, og ekki færri en 20 af þessum 27 erind- um hefjast á orðunum Ráðumk þér, Lodd- fáfnir. í pappírshandritum (svo og í út- gáfum nú á dögum) ber þetta kvæði heitið Loddfáfnismál. — Með 138. erindi hefst nýr bálkur, sem ljallar um rúnir og rúnaspeki; þó er það ekki samfellt kvæði, heldur brot úr mörgum. I pappírs- handritum kemur fyrir nafnið Rúnatals þáttur Óðins eða Rúnaþáttur Óðins; í nú- tíma útgáfum kallast hann oft Rúnatal. Þessi kafli nær aðeins aftur að 145. er- indi, að því meðtöldu. Erindi 80 geymir svipað efni; það eru væntanlega aðeins mistök safnarans eða samsteypumannsins, að þetta erindi er ekki á sínum rétta stað í Rúnatali. — Erindin 146—163 eru ber- sýnilega sérstakt kvæði, sem á seinni tím- um hefur verið skírt Ljóðatal. í hand- ritum er vissulega ekkert sem sýni, að nýr bálkur hefjist með 146. erindi. En bæði efni og stíll greinist skarplega frá því, sem á undan fer. Og Ljóðatal er rammlega bundið saman sem einsteypt 13
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.