Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1963, Side 77

Andvari - 01.10.1963, Side 77
ANDVARl ATHUGANIR A STÍL HÁVAMÁLA 195 heyri til sviðsetningunni, svo sem einnig lokaerindið (164) og síðari hluti erindis 162. Það er miður líklegt, að Loddfáfnis- mál hafi þvert á móti markað orðalag lokavísunnar. En ef hin hátíðlega for- málsruna í 112—137 er numin brott, þá stendur eftir hýsna sérstætt fræðiljóð (eða brot af því), sem bæði um form og efni skilur sig sterklega frá eldra Hávamála- kvæðinu (1—77). 2. Málið er dálítið flóknara í fvrri Iiluta Hávamálasafnsins (erindin 1—110). Idér höfum við fyrst og fremst hið mikla fræði- ljóð, erindin 1—77, sem nafnið Háva- mál er einkum við tengt í vitund almenn- ings. Erindin 76 og 77 eru bersýnilega lokavísur. Það sem á eftir fer er annars- vegar nokkur ósamstæð erindi af ýmsu tagi og uppruna, sum undir öðrum hætti (78—95, 103), hinsvegar goðsögulegir kafl- ar: hin stuttu kvæðisbrot, þar sem Óðinn hermir tvö atvik úr lífi sínu (96—102 og 104—110). Þetta eru „Óðinsdæmin" tvö: Óðinn svikinn í ástum, Óðinn svíkur í ástum. Erik Noreen bendir með réttu á líkinguna með þessum tveimur brot- um: „Mér er torvelt að trúa öðru en þau hafi orðið til bæði í senn eða þá að annað þeirra hafi verið ort sem fylling og and- stæða hins“. Mörkin eru ekki alveg skýr, einkanlega við upphaf fyrra Óðínsdæm- isins; Múllenhoff (og Erik Noreen) vill telja erindin 91—95 inngang þess, en þar birtist mjög hundingjalegt og gróf- gert viðhorf við sambandi karls og konu. Þau draga hvort annað á tálar, og ástinni verður ekki treyst. „Þat ek þá reynda, / er ek í reyri sat / ok vættak míns munar“, heldur Óðinn umsvifalaust áfram í 96. erindi. Tengslin virðast traust. Sennileg- ast virðist, að upphafsmaður og skrá- setjari Hávamálasafnsins hafi hér að lok- um fyrsta stóra kvæðisins slengt saman nokkrum ósamstæðum vísum og kvæðis- brotum, raunar af ýmsu tagi, en þó skyld- um að nokkru. Nokkur þeirra hafa að likindum tilheyrt fyrirfarandi kvæði, en annaðhvort fallið niður eða ekki orðið sett í rétt samhengi, og því skotið inn aftan við lokaerindin (erindi 78, 79, 84, 103, ef til vil einnig 91—95). Önnur eru romsur eða kjarnyrðarunur (81—83, 85—89, 90). Leifar þriðja Óðinsdæmis eru senni- lega í 13.—14. erindi, þar sem ÓSinn sjálfur mælir að minnsta kosti. Ef til vill er ekki öldungis girt fyrir það, að þessar vísur hafi tilheyrt sama kvæði um heim- sókn Óðins til Gunnlaðar, er hann sótti skáldamjöðinn, og erindin 104—110. Hinsvegar virðist ekki líklegt, að öll þrjú Óðinsdæmin séu brot úr gömlu, upphaf- legu Öðinskvæði (gömlu Hávamálum), eins og Hermann Schneider hvggur. Bæði hann og 1 leusler telja kjarna alls Hávamálasafnsins vera í frásögnum þess- ara Óðinsdæma. Einnig nafnið Idávamál hafi í byrjun lotið að þeim. Schneider dregur niðurstöður sínar þannig saman: „Það mikla kvæði, sem við höfum nú í höndum, hefur orðið til með þeim hætti, að þekkt ljóð, yfirgrips- mikil einræða Óðins, að mestu í frásagn- armynd, en þó mjög ofin spakmælum, var aukin og gerð að fræðiljóði, þannig að umgerð kvæðisins var rofin á köflum, en efnismagnið aukið í mjög verulegum mæli. Upphafið var víðtækt safn áður dreifðra einstakra kjarnyrða, einkum í spakmælaformi (erindi 1—77). Lodd- fáfnismál, sem þegar voru til, fengu síðar aðgang, þá ágripskennt sýnishorn rúna- töfra, ennfremur safn töfrayrða, sem voru tölusett, eins og Loddfáfnismál. Kjarni þessa alls, hin forna einræða Óðins, tap- aði við þetta drjúgum hluta erinda sinna, svo og merkingu og samhengi . . . Skrá- setjarinn hafði hinsvegar svo ríkt í huga
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.