Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1963, Side 78

Andvari - 01.10.1963, Side 78
196 liLIAS WESSÉN ANDVARl fullgert safn kjarnyrða, aS hann fórnaði hinni fornu einingu fyrir hina gerræðis- fullu einingu sína, víkkaði mjög hina gömlu umgerð og lét hana þó haldast". Ut frá þessunr orðum vcrður ljós heildar- niðurstaða Schnciders um Hávamál: „Þetta er í sannleika hin gerræðisfyllsta samsetning, sem unnt er að hugsa sér“. Sú skoðun á tilurð Ilávamála, sem Schneider túlkar — að nokkru í sam- ræmi við Heujjjter, að nokkru í andstöðu við hann — fær ekki staðizt. Kvæðisbrotin tvö um Oðin, við lok fyrsta stóra kvæðis- ins, eru alltof lítilsháttar til að geta verið kjarni safnsins alls. Þeim hefur þvcrt á móti verið skotið inn í Hávamálasafnið, eftir að það hefur í heild verið lagt í munn Óðni og verið talið Óðinskvæði. En helzta yfirsjón Schneiders er sú, að hann gerir ekki Ijósan greinarmun á því, sem annarsvegar kann að hafa hent kvæð- in á löngum tíma munnlegrar geymdar, vegna gleymsku eða misskilnings, og liins- vegar hinum mikilvægu breytingum á erindaröð og uppbyggingu, sem leiða af markvísri ritstjórnarvinnu við skrifaðan texta. Það er ekki unnt að komast að neinum öruggum niðurstöðum um sköp- unarsögu Hávamálasafnsins, án þess að leiða hugann að þessu og reyna að leysa vandamálin á grundvelli þvílíks skiln- ings. Við því er einmitt að búast, að upp- hafsmaður safnsins hafi sett hin brota- kenndu Óðinsdæmi á þennan stað, á eftir fyrsta stóra kvæðinu, meðal annarra ein- stakra erinda og brota. En hitt, að öll þessi kvæði og kvæðis- brot í Hávamálum voru sett undir eina og sömu fyrirsögn, stafar af þeirri hug- mynd, að þau séu öll mál Óðins. Þetta er verk safnandans og hefur ekki verið unnið fyrr en kvæðin höfðu verið rituð. Llr hinu verður tæplega skorið á óyggj- andi hátt, hvort skipan safnsins hefur verið gerð í nánum tengslum við fyrstu ritun kvæðanna eða hún er verk einhvers síðari manns. Seinni kosturinn er þó miklu sennilegri. Og þess vegna ber að greina á milli tveggja áfanga í tilurð Hávamála: annarsvegar ritun kvæða og kvæðisbrota eftir hinni munnlegu geymd, hinsvegar skipan þeirra undir yfirskrift- inni I Iávamál. „Ritstjórinn" hefur gefið safninu þetta nafn, hann hefur einnig ort lokaerindið (164) og að líkindum flutt 111. vísu á núverandi stað sinn í safninu. 3. Það liggur þannig skörp markalína gegnum kvæðið við 111. erindi, scm er sérlega hátíðlegur inngangur og á að- eins einn líka í Eddukvæðum, sem sé upphaf Völuspár: Mál er at þylja þular stóli á Llrðarbrunni at, sá ek ok þagðak, sá ek og hugðak, hlýdda ek á manna mál; of rúnar hevrða ck dæma, né of ráðum þögðu Háva höllu at, Háva höllu i heyrða ek segja svá. Að líkindum hafa kvæðin þrjú í síðari hluta safnsins verið sett í samhengi á þann veg, að erindi 111 hefur verið sett sem inngangur að þeim og erindi 164 ort að nýju með skírskotun til þess: Nú eru Háva mál kveðin l láva höllu í — og svo framvegis. Lokaerindið er ort í samhljóðan við erindi 111, þannig að þau bæði saman myndi umgerð um síðari hluta safnsins. Allur bálkurinn fékk nafn: Hávamál, og samsteypumaðurinn lét skiljast, að hann hefði verið ortur og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.