Andvari - 01.10.1963, Síða 78
196
liLIAS WESSÉN
ANDVARl
fullgert safn kjarnyrða, aS hann fórnaði
hinni fornu einingu fyrir hina gerræðis-
fullu einingu sína, víkkaði mjög hina
gömlu umgerð og lét hana þó haldast".
Ut frá þessunr orðum vcrður ljós heildar-
niðurstaða Schnciders um Hávamál:
„Þetta er í sannleika hin gerræðisfyllsta
samsetning, sem unnt er að hugsa sér“.
Sú skoðun á tilurð Ilávamála, sem
Schneider túlkar — að nokkru í sam-
ræmi við Heujjjter, að nokkru í andstöðu
við hann — fær ekki staðizt. Kvæðisbrotin
tvö um Oðin, við lok fyrsta stóra kvæðis-
ins, eru alltof lítilsháttar til að geta verið
kjarni safnsins alls. Þeim hefur þvcrt á
móti verið skotið inn í Hávamálasafnið,
eftir að það hefur í heild verið lagt í
munn Óðni og verið talið Óðinskvæði.
En helzta yfirsjón Schneiders er sú, að
hann gerir ekki Ijósan greinarmun á því,
sem annarsvegar kann að hafa hent kvæð-
in á löngum tíma munnlegrar geymdar,
vegna gleymsku eða misskilnings, og liins-
vegar hinum mikilvægu breytingum á
erindaröð og uppbyggingu, sem leiða af
markvísri ritstjórnarvinnu við skrifaðan
texta. Það er ekki unnt að komast að
neinum öruggum niðurstöðum um sköp-
unarsögu Hávamálasafnsins, án þess að
leiða hugann að þessu og reyna að leysa
vandamálin á grundvelli þvílíks skiln-
ings.
Við því er einmitt að búast, að upp-
hafsmaður safnsins hafi sett hin brota-
kenndu Óðinsdæmi á þennan stað, á eftir
fyrsta stóra kvæðinu, meðal annarra ein-
stakra erinda og brota.
En hitt, að öll þessi kvæði og kvæðis-
brot í Hávamálum voru sett undir eina
og sömu fyrirsögn, stafar af þeirri hug-
mynd, að þau séu öll mál Óðins. Þetta
er verk safnandans og hefur ekki verið
unnið fyrr en kvæðin höfðu verið rituð.
Llr hinu verður tæplega skorið á óyggj-
andi hátt, hvort skipan safnsins hefur
verið gerð í nánum tengslum við fyrstu
ritun kvæðanna eða hún er verk einhvers
síðari manns. Seinni kosturinn er þó
miklu sennilegri. Og þess vegna ber að
greina á milli tveggja áfanga í tilurð
Hávamála: annarsvegar ritun kvæða og
kvæðisbrota eftir hinni munnlegu geymd,
hinsvegar skipan þeirra undir yfirskrift-
inni I Iávamál. „Ritstjórinn" hefur gefið
safninu þetta nafn, hann hefur einnig
ort lokaerindið (164) og að líkindum flutt
111. vísu á núverandi stað sinn í safninu.
3.
Það liggur þannig skörp markalína
gegnum kvæðið við 111. erindi, scm er
sérlega hátíðlegur inngangur og á að-
eins einn líka í Eddukvæðum, sem sé
upphaf Völuspár:
Mál er at þylja
þular stóli á
Llrðarbrunni at,
sá ek ok þagðak,
sá ek og hugðak,
hlýdda ek á manna mál;
of rúnar hevrða ck dæma,
né of ráðum þögðu
Háva höllu at,
Háva höllu i
heyrða ek segja svá.
Að líkindum hafa kvæðin þrjú í síðari
hluta safnsins verið sett í samhengi á
þann veg, að erindi 111 hefur verið sett
sem inngangur að þeim og erindi 164 ort
að nýju með skírskotun til þess:
Nú eru Háva mál
kveðin l láva höllu í —
og svo framvegis. Lokaerindið er ort í
samhljóðan við erindi 111, þannig að þau
bæði saman myndi umgerð um síðari
hluta safnsins. Allur bálkurinn fékk nafn:
Hávamál, og samsteypumaðurinn lét
skiljast, að hann hefði verið ortur og