Andvari - 01.10.1963, Qupperneq 81
ANDVARI
ATIIUGANIR Á STÍL HÁVAMÁLA
199
né helgisiði (sbr. seinni hluta Hávamála-
safnsins). Þeir eiginleikar, sem hljóta lof,
eru varyggð, speki og hugdirfð, hófsemd
og sjálfstilling. Mildir, fræknir / menn
bazt lifa, / sjaldan sút ala; — glaðr ok
reifr / skyli gumna hverr, / unz sinn
bíðr bana. Hermennska og siglingar
gegna engu hlutverki. Drjúgur hluti
kvæðisins fjallar að sönnu um ferðir og
gistingu, hjá framandi mönnum sem
vinum: Ganga skal, / skal-a gestr vera /
ey í einum stað. En það er ætíð ferðalag
á fæti og yfir fjöll (erindi 3, 18), eða
jafnvel þingreið (61), en aldrei sæfarir
eða ferðir til framandi landa. Aldrci er
heldur vikið að því hvernig menn skuli
ganga fram í konungs garði. Þetta hcfði
þó verið nærtækt, bæði Norðmanni og
Islendingi á elleftu og jafnvel tíundu
öld. Við vcrðum að leita lengra aftur til
að finna líklegt umhverfi skáldsins. Ekk-
ert hendir til lífs á vikingaöld né frjálsrar
sýnar þess tíma.
Á hinn bóginn fyrirhittum við eigi
heldur í kvæðinu siðgæðishugmyndir og
sterka ættartilfinningu hins forna bænda-
þjóðfélags. Fátt segir af viðfangsefnum
bóndans (sjá þó erindi 59: Ár skal rísa,
/ sá er á yrkjendur fáa, /ok ganga síns
verka á vit). Það er rakinn einstaklings-
hyggjumaður, sem talar, maður sem vill
treysta á eigin skynsemd og mátt. Hann
er gagnrýninn á aðra menn, jafnvel á
vini, þótt hann ella lofi vináttuna há-
stöfum. Það er sjálfstæður og sérstæður
maður, sem hcfur ort fyrsta hluta Iláva-
mála. Það kvnni að hafa verið maður af
gerð Egils Skallagrímssonar, hefur Sig-
urður Nordal eitt sinn sagt. Þetta er vafa-
laust rétt. Vér sjáum móta fyrir dráttum
skálds, sem um persónuleik og skapgerð
hefur svipað til Egils, en hefur þó ekki
lifað ókvrru lífi hans né reynt hina miklu
innri baráttu hans.
Hinar fáu náttúrumyndir kvæðisins
benda flestar til Norcgs, cn ckki Islands:
hin einmana þöll (50), úlfurinn (58),
bautasteinarnir við brautina (72). Orn-
inn, sem snapir og gnapir yfir hafinu
(62), getur að sjálfsögðu átt heima hvort
heldur í Noregi eða á Islandi.
Enn er ósvarað mikilli höfuðspurningu:
Eru Hávamál 1 samfellt kvæði, verk eirts
skálds? Menn hefur greint á um svarið.
Jón Helgason segir (1953): „Ástæða er
til að spyrja, hvort þessi hluti Hávamála
beri í rauninni að skoðast sem samfelld
heild frá upphafi. Auðvelt er að hugsa
sér, að mörg skáld hafi stundað þá íþrótt
að móta lífsreynslu sína i einstakar cfnis-
miklar vísur cða litla vísuflokka. Þær
geta verið af ýmsum uppruna og átt ræt-
ur í mismunandi umhverfi, en hefur
verið safnað á einn stað“. Erik Noreen
er á annarri skoðun (1926): ,,Eg hygg
það mjög varasamt að líta á Hávamál
sem nokkurskonar siðahoð (fyrir heiðna
menn norræna) . . . Miklu fremur sýna
þau okkur lífskoðun einstaks skálds og
sérstæðs einstaklings“. Andreas Heusler
er á sömu skoðun: ,.Hér getur ekki verið
um að ræða safn alþýðlegra málshátta.
Lífspekingur íhugar og kennir í eigin
nafni — jafnvel þótt hann eigi rætur í
fjölskrúðugri alþýðlegri geymd . . . Hef-
ur kvæðið að geyma spakmælavísur, sem
áður voru til? Hvað sem því líður er
ljóðahátturinn afbragðsvel ortur: og mál-
farið, viðhorfið og geðblærinn — það
geíum vér allt eignað cinurn höfundi".
Fyrrum hef ég sjálfur einkum hneigzt
að sömu skoðun og Jón Helgason. En
því meir sem ég hef fengizt við kvæðið
og sér í lagi stíl þess, mcð samanburði
við önnur hliðstæð skáldverk, því meir
hef ég, óvitandi, hallazt að hinni skoð-
uninni, sem þcir Heusler og Noreen
halda fram. En jafnvel sá, sem hyggur
kvæðið í stórum dráttum eins manns
verk, verður að gcra ráð fyrir því, að