Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1963, Side 82

Andvari - 01.10.1963, Side 82
200 ELIAS WESSÉN ANDVARI einstök erindi kunni að vera komin ann- arstaðar frá í hinni munnlegu geymd, svo og að týnzt hafi úr kvæðinu, þótt vér getum aðeins látið okkur gruna það, en ekki sýnt með fullri vissu. 5. Það er ekki auðvelt að sérkenna nánar þetta mikla og merkilega kvæði. Það er talsvert sundurleitt bæði um efni og stíl. Til að gera langt mál stutt má það kall- ast fræðiljóð, spekiljóð, en þvílík nafn- gift kallar á nánari útlistun. Þar sem vér þekkjum hvorki upprunalegt nafn kvæðisins né heldur höfund þess, er rétt- ast og einfaldast að tala um Hávamál I, það er að segja kvæðin í fyrri hluta I Iávamálasafnsins. Hinsvegar er óyggj- andi, að þetta kvæði hefur alls ekki kall- azt I Iávamál í upphafi né verið skoðað sem mál hins Háva, Óðins. Kvæðið er hagnýtt að markmiði, fræð- andi, leiðbeinandi. Það snýst ekki um að miðla þekkingu, eins og til dæmis Vaf- þrúðnismál, Grímnismál, Rúnatal eða Ljóðatal. I Ivergi gætir löngunar til að rekja nöfn og staðreyndir. Það er mjög skýrlega greint frá þekkingarskáldskap, þeim sem Heusler nefnir Merkdichtung. Ennfremur er það gersncytt trúarlegum minnum eða áhugaefnum, í raun og sannleika vantrúarkvæði; það cr jarð- bundið og efnislegt, stundum beinlínis gróft og hundingjalegt í hugleiðingum sínum. Erik Noreen kallar það „orðskviða- kvæðið", og Ileuslcr telur það með Spruchdichtung, að vísu í rýmkaðri merk- ingu orðsins. Orðskviðirnir eru að sönnu mikilvægur þáttur kvæðisins, en orðs- kviðakvæði cru þó Ilávamál I ekki í sama skilningi og til dæmis Málsháttakvæði eða Fornyrðadrápa (færa ætlum / forn orð saman). Aðeins um það bil þriðjung- ur af erindum þess geyma orðskviði, eink- um seinni hlutinn. Annars er ekki létt að skilja óvefengjanlega milli sannar- legra orðskviða, sem ganga i munni al- þýðu, og setninga, sem skáldið mótar sjálft í stíl orðskviðsins. I Loddfáfnismál- um eru einnig orðskviðir, svo og í Sigur- drífumálum; þeir heyra svo að segja til hefð fræðiljóðsins. Hávamál I eru ella heilræði og boð, að nokkru leyti tjáð sem reynsla mann- legrar breytni og mannlegs lífs, eins- konar íhuganir með skýringardæmum. Þessar þrjár tegundir fræðslu — út- listun spakmæla, heilræði og lífspeki — eru ofnar hver í aðra í Hávamálum I, og hafa með vissu verið svo frá upphafi. Það væri alveg fráleitt að umsteypa kvæðinu eftir þvílíkum stílfræðilegum og málfars- legum sjónarmiðum. Það eru einmitt hin frjálslegu umskipti, sem einkenna Háva- mál I. Samanburður við Loddfáfnismál er fróðlegur: það kvæði er frá byrjun til loka áskoranir og viðvaranir, og hcilræðin eru í boðhætti. Berum til dæmis 116. erindi: á fjalli eða firði, ef þik fara tíðir, fástu at virði vel — saman við 33. erindi Hávamála I: Árliga verðar skyli maðr oft fá. Eða 131. crindi: Varan bið ek þik vera ok eigi ofvaran — við 7. crindi 1 Iávamála I: Inn vari gestr, er til verðar kemr, Jmnnu hljóði þegir, eyrum hlýðir, en augum skoðar; svá nýsisk fróðra hverr fyrir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.