Andvari - 01.10.1963, Síða 82
200
ELIAS WESSÉN
ANDVARI
einstök erindi kunni að vera komin ann-
arstaðar frá í hinni munnlegu geymd,
svo og að týnzt hafi úr kvæðinu, þótt
vér getum aðeins látið okkur gruna það,
en ekki sýnt með fullri vissu.
5.
Það er ekki auðvelt að sérkenna nánar
þetta mikla og merkilega kvæði. Það er
talsvert sundurleitt bæði um efni og stíl.
Til að gera langt mál stutt má það kall-
ast fræðiljóð, spekiljóð, en þvílík nafn-
gift kallar á nánari útlistun. Þar sem
vér þekkjum hvorki upprunalegt nafn
kvæðisins né heldur höfund þess, er rétt-
ast og einfaldast að tala um Hávamál I,
það er að segja kvæðin í fyrri hluta
I Iávamálasafnsins. Hinsvegar er óyggj-
andi, að þetta kvæði hefur alls ekki kall-
azt I Iávamál í upphafi né verið skoðað
sem mál hins Háva, Óðins.
Kvæðið er hagnýtt að markmiði, fræð-
andi, leiðbeinandi. Það snýst ekki um að
miðla þekkingu, eins og til dæmis Vaf-
þrúðnismál, Grímnismál, Rúnatal eða
Ljóðatal. I Ivergi gætir löngunar til að
rekja nöfn og staðreyndir. Það er mjög
skýrlega greint frá þekkingarskáldskap,
þeim sem Heusler nefnir Merkdichtung.
Ennfremur er það gersncytt trúarlegum
minnum eða áhugaefnum, í raun og
sannleika vantrúarkvæði; það cr jarð-
bundið og efnislegt, stundum beinlínis
gróft og hundingjalegt í hugleiðingum
sínum.
Erik Noreen kallar það „orðskviða-
kvæðið", og Ileuslcr telur það með
Spruchdichtung, að vísu í rýmkaðri merk-
ingu orðsins. Orðskviðirnir eru að sönnu
mikilvægur þáttur kvæðisins, en orðs-
kviðakvæði cru þó Ilávamál I ekki í sama
skilningi og til dæmis Málsháttakvæði
eða Fornyrðadrápa (færa ætlum / forn
orð saman). Aðeins um það bil þriðjung-
ur af erindum þess geyma orðskviði, eink-
um seinni hlutinn. Annars er ekki létt
að skilja óvefengjanlega milli sannar-
legra orðskviða, sem ganga i munni al-
þýðu, og setninga, sem skáldið mótar
sjálft í stíl orðskviðsins. I Loddfáfnismál-
um eru einnig orðskviðir, svo og í Sigur-
drífumálum; þeir heyra svo að segja til
hefð fræðiljóðsins.
Hávamál I eru ella heilræði og boð,
að nokkru leyti tjáð sem reynsla mann-
legrar breytni og mannlegs lífs, eins-
konar íhuganir með skýringardæmum.
Þessar þrjár tegundir fræðslu — út-
listun spakmæla, heilræði og lífspeki —
eru ofnar hver í aðra í Hávamálum I, og
hafa með vissu verið svo frá upphafi. Það
væri alveg fráleitt að umsteypa kvæðinu
eftir þvílíkum stílfræðilegum og málfars-
legum sjónarmiðum. Það eru einmitt hin
frjálslegu umskipti, sem einkenna Háva-
mál I. Samanburður við Loddfáfnismál
er fróðlegur: það kvæði er frá byrjun til
loka áskoranir og viðvaranir, og hcilræðin
eru í boðhætti. Berum til dæmis 116.
erindi:
á fjalli eða firði,
ef þik fara tíðir,
fástu at virði vel —
saman við 33. erindi Hávamála I:
Árliga verðar
skyli maðr oft fá.
Eða 131. crindi:
Varan bið ek þik vera
ok eigi ofvaran —
við 7. crindi 1 Iávamála I:
Inn vari gestr,
er til verðar kemr,
Jmnnu hljóði þegir,
eyrum hlýðir,
en augum skoðar;
svá nýsisk fróðra hverr fyrir.