Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1963, Side 104

Andvari - 01.10.1963, Side 104
GUÐMUNDUR FRÍMANN: Leikbræður við fljót Ekki eru miklar líkur til, að eitt gerist öðru skemmtilegra í þorpinu þetta blíða síðsumarkvöld. Þó er aldrei að vita. Enda þótt þorpið atarna virðist í augum ferðamannsins hafa verið stungið svefnþorni frá upphafi vega, lifir það sínu lífi, dreymir sína drauma, rétt eins og drengina uppi í fljótsbakkanum ofan við hröra og sískjálfandi brúna. Þarna hafa þeir setið síðan skömmu eftir kvöldmat, hálfir á kafi í gras- lubba bakkans, og leikið gamlan leik, jafnvel þótt báðir ættu að vera vaxnir upp úr slíkum barnaskap fyrir löngu. Þetta eru gamlir leikbræÖur, og einhvern veginn hafa þeir ekki getað fengið sig til að hætta þessum kvöldleik æskunnar. Hann hefur kallað þá upp fyrir brúna margt síðkvöldið, þegar hlýtt hefur verið í vcðri; ef til vill hefur liann verið þáttur í löngum og margdreymdum draumi . . . Ekki eru þeir jafnaldra, þessir piltar, og næsta ólíkir virðast þeir vera að eðli og háttum: Glói, fjórtán ára, sonur ekkjunnar í Efstakofanum, glóhærð og bláeyg rengla — dreyminn á svip; Gvendur, sextán ára, fóstursonur Höllu gömlu á Fljótsbakkanum, dökkur á brún og brá, þrekinn og kraftalegur og aldrei kallaður annað en Höllu-Gvendur. Neinei, þeir eru ekki líkir, þessir piltar, það er öðru nær, þó mega þeir ekki hvor af öðrum sjá, að því er virðist. Kofar þeirra kerlinganna, efstu útverðir þorpshúsanna, standa sinn hvor- um megin við malarstíginn, rétt neðan við brúarsporðinn, og þeir hafa glápt hvor á annan grænförðuðum og skitnum tjögrarúðugluggum sínum þvert yfir götuna svo lengi sem elztu menn muna, og minni gamalla manna er þó bæði gott og trútt. Enda þótt kofarnir þessir séu komnir að fótum fram af elli, og vindar ótal ára og allra átta, ýmist glóðheitír eða nístingskaldir, liafi gnauðað um þekjur þeirra og gustað sólsviðnum graslubbanum niður í gluggaglyrnurnar, halda þeir ennþá velli. Á góðviðrisdögum líkum sem þessum hefur móreykur- inn alla tíð lyppað sig jafnværðarlega upp úr strompum beggja eins og í gamla daga og löngu áður en Glói í Efstakofanum og Höllu-Gvendur sáu dagsins ljós. Enda þótt þessir kol’ar tveir beri þess engin merki, að nýr tími hafi vitjað þorpsins, er það engin sönnun þess, að hann hafi ekki komið þar við. Það hefur hann sannarlega gert. En ekki verður á neinu séð, að hann hafi kosið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.