Andvari - 01.10.1963, Page 106
224
GUÐMUNIXIII FRÍMANN
ANDVARI
svarar Höllu-Gvendur og gutlar tánni í jökulvatninu, sem ekki er lengur
blöndugult, en svarrautt.
Frarn af hæðarbrúninni handan fljótsins stafar grænbláunr bjarma af tveim
bílljósum, og í næstu andrá flæðir skjannabjört birta um drengina báða urn
leið og bíllinn sveigir inn á brúna.
— Grunaði mig ekki! Ein druslan enn og dregur aukinheldur rörið á eftir
sér! Djöfulsins skran!
— Þú hefur oft verið heppnari en í kvöld, segir Glói og rýnir upp á skugga-
lega brúna og yfir til vegarins. — Manstu urn daginn, þegar þú iékkst alla beztu
bílana í þinn hlut, alla Sódóana, Sévrólettana og hvað þeir heita, já og Bensana,
en ég sat uppi mcð útjaskaða Fordara og Skódadruslur?
— Líl'ið er happdrætti, Glói minn, það er eins gott, að þú vitir það strax;
fallegir bílar og ljótir bílar; góðar stelpur og vondar stelpur; ég í dag, þú á
morgun.... Hvort ég man? Víst voru þeir allir fallegir og spegilgljáandi bílarnir
mínir þennan dag; en núna! Fjandinn hirði þá alla!
— Kannski verðurðu heppnari næst.
— Kannski, mér er skítsama. Ég fer að hætta þessu alveg, þetta er cnginn
leikur fyrir lullorðna menn. En hvað er annars hægt að gera sér til dundurs í
þessunr þorpsrassi?
Bíllinn cr horfinn yfir brúna, ljótur og svartur eins og myrkrið, en brúin
skelfur enn, og hún heldur áfram að skjálfa, meðan annar bíll brunar eftir
henni á austurleið, rauður og gljáfægður. Hann slær ekki af, þótt brúin sé hrör
og þröng, og er horfinn úr augsýn eins og hendi sé veifað. Hún fær enga hvíld,
þessi gamla brú, þekkir ekki miskunnsemi.
— Heppinn karlinn, segir Höllu-Gvendur — en nú er ég hættur. Og hann
gerir sig líklegan til að standa á fætur.
— Ekki alveg strax.... En Gvendur, sástu? Sem ég er lifandi, þá var þetta
sarna tegund og stelpan ...
— Byrjarðu enn með þessa stelpu! Gerðu það fyrir mig að þegja.
— Af hverju?
— Ég vil það ekki.
— Þetta var falleg stelpa, var það ekki? ... Hvernig gaztu?
— Æi þegiðu, segi ég; ég vil ekki tala um það.
— Því segirðu mér ekki eins og var? Þú hefur alltaf sagt mér...
— Ekki alltaf.
— Því ekki alltaf?
— Veit það ekki.
Brúin er hætt að skjálfa í bili, og rímleysa fljótsins nær eyrum drengjanna