Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1963, Síða 106

Andvari - 01.10.1963, Síða 106
224 GUÐMUNIXIII FRÍMANN ANDVARI svarar Höllu-Gvendur og gutlar tánni í jökulvatninu, sem ekki er lengur blöndugult, en svarrautt. Frarn af hæðarbrúninni handan fljótsins stafar grænbláunr bjarma af tveim bílljósum, og í næstu andrá flæðir skjannabjört birta um drengina báða urn leið og bíllinn sveigir inn á brúna. — Grunaði mig ekki! Ein druslan enn og dregur aukinheldur rörið á eftir sér! Djöfulsins skran! — Þú hefur oft verið heppnari en í kvöld, segir Glói og rýnir upp á skugga- lega brúna og yfir til vegarins. — Manstu urn daginn, þegar þú iékkst alla beztu bílana í þinn hlut, alla Sódóana, Sévrólettana og hvað þeir heita, já og Bensana, en ég sat uppi mcð útjaskaða Fordara og Skódadruslur? — Líl'ið er happdrætti, Glói minn, það er eins gott, að þú vitir það strax; fallegir bílar og ljótir bílar; góðar stelpur og vondar stelpur; ég í dag, þú á morgun.... Hvort ég man? Víst voru þeir allir fallegir og spegilgljáandi bílarnir mínir þennan dag; en núna! Fjandinn hirði þá alla! — Kannski verðurðu heppnari næst. — Kannski, mér er skítsama. Ég fer að hætta þessu alveg, þetta er cnginn leikur fyrir lullorðna menn. En hvað er annars hægt að gera sér til dundurs í þessunr þorpsrassi? Bíllinn cr horfinn yfir brúna, ljótur og svartur eins og myrkrið, en brúin skelfur enn, og hún heldur áfram að skjálfa, meðan annar bíll brunar eftir henni á austurleið, rauður og gljáfægður. Hann slær ekki af, þótt brúin sé hrör og þröng, og er horfinn úr augsýn eins og hendi sé veifað. Hún fær enga hvíld, þessi gamla brú, þekkir ekki miskunnsemi. — Heppinn karlinn, segir Höllu-Gvendur — en nú er ég hættur. Og hann gerir sig líklegan til að standa á fætur. — Ekki alveg strax.... En Gvendur, sástu? Sem ég er lifandi, þá var þetta sarna tegund og stelpan ... — Byrjarðu enn með þessa stelpu! Gerðu það fyrir mig að þegja. — Af hverju? — Ég vil það ekki. — Þetta var falleg stelpa, var það ekki? ... Hvernig gaztu? — Æi þegiðu, segi ég; ég vil ekki tala um það. — Því segirðu mér ekki eins og var? Þú hefur alltaf sagt mér... — Ekki alltaf. — Því ekki alltaf? — Veit það ekki. Brúin er hætt að skjálfa í bili, og rímleysa fljótsins nær eyrum drengjanna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.