Andvari - 01.10.1963, Qupperneq 111
ANDVARI
LEIKBRÆÐUR VIÐ FLJOT
229
— Oneinei, ætli standi ekki eittlivað af mér út úr þessum hundskjöftum,
sem þú ert að klifa á?
— Kannski.
— Jú, ætli það nú ekki.
Enn á ný er kallað úr fjarska:
— Glóói, Glóói! Því kemurðu ekki, drengur?
Þessu frelsunarkalli er engu gegnt, og piltarnir tveir hjúfra sig niður í
grasluhba bakkans, heymarlausir með öllu; Höllu-Gvendur raulandi dægur-
vísu unr konuna og ástina og dauðann.
Löngu síðar:
— Ætlarðu að leita hana uppi, ef þú ferð... ferð suður? spyr GIói og
rís upp við dogg.
— Hana hverja? eins og Gvendur hafi öllu gleyrnt. — Stelpuna í rauða
hílnum áttu við?
— Já, í rauða hílnum.
— Ætli það?... Ég þori það kannski ekki. Það er ekki víst, að lnin vilji
mig eins og ég vil hana. Svo er pabbi hennar einhver ríkisbuhhi, held ég.
— Það hupsa ég líka.
O O
— Kannski þekkir hún mig ekki aftur... hefur gleymt mér.
— Heldurðu, að hún geti gleyrnt þér eða hafi gleymt þér, úr því að hún
var góð við þig og vildi kyssa þig?
— Mikið dauðans flón ertu, Glói minn.
Enn er þagað langa stund; engum virðist liggja á í háttinn; öll köll ofan af
bakkanum gleyrnd.
Glætan við hafsbrún er nú horfin fyrir löngu og hausthúmið byrgir sýn
til allra átta, hlýtt og mjúkt og svart. Ofan af engjum og holtum og móurn
her golan angan lyngs og þurrheys. Hún er glóðheit, enda kornin innan úr sól-
heitum og djúpurn dölum og þröngum fjallskörðum. Ennþá rnótar óljóst fyrir
gömlu brúnni, en niðri í gljúfrinu er órofamyrkur, og þar er líka eilífur niður,
dauðalegri en nokkru sinni fyrr.
— Nú fer ég, segir Höllu-Gvendur og vegur sig upp úr grasdyngjunni,
- og komdu með mér niður í þorp.
— Og til hvers?
— Það skal ég segja þér, þegar þangað kemur.
— Ég verð víst að fara heim í háttinn, annars verður mamma alveg kol...
— Og ætli hún haldi nú ekki sönsum, þó að þú komir ekki á stundinni?
— Ég verð að fara.
— Þú ferð ekki, þú kernur með mér. Nú förum við og fáum okkur fliisku