Andvari - 01.10.1963, Qupperneq 112
230
GUÐMUNDUn FRÍMANN
ANDVARI
hjá Krissa gamla á Nöfinni; hann hefur áður lijálpað upp á sahirnar; svo fáum
við okkur stelpur.
— Ertu alveg ...
— Ekki alveg, ég veit, hvað ég syng. Og ég skal sjá um þig, þó að orðið
sé framorðið. Það er víst nóg af pjásum hérna í þorpinu.
— Nei, Gvendur, og farðu ekki heldur, gerðu það fyrir mig. Mig langar
ekki vitund ... ég er svo óvanur stelpum.
— En kerlingum þá?
— Kerlingum? Hvað áttu við?
— Og svo sem ekkert sérstakt, ég sagði bara svona. Annars gæti ég sagt
þér, ... en það er hezt, að ég geri það ekki, þú ert svo mikið barn. En segðu
mér eitt, Glói minn góður: Hvenær ædarðu eiginlega að verða að manni, mér
er spurn ... orðinn fjórtán ára.
— Mamma segir...
— Mamma segir! Djöfulinn heldurðu að mamma segi? Eins og hún hafi
ekki kornið nærri karlmanni eins og aðrar kerlingar? Eld það nú hara og það
svikalaust. Ert þú ekki bezta sönnun þess, að hún hefur líka haft gaman af einu
02 öðru? Hún 2etur sem bezt lesið sér til í biblíunni sinni rneðan þú... 02
o 1 Ö
komdu barasta!
— Nei, Gvendur minn, mig langar heldur ckki hætishót, og vertu ekki
reiður við mig.
— Víst langar þig... Reiður? Nei, Glói, þér verð ég aldrei reiður. En
þetta er bláber andskotans aumingjaskapur. Heldurðu, að stelpurnar bíti und-
an ... ? Ekki hef ég orðið l’yrir því. En viljir þú ekki koma með mér fer ég
einn, og ég skal aldrei segja þér neitt.
— Þú þarft ekkert að segja mér, ég veit allt unr þetta.
— Sá veit!... Nei, Glói rninn, ég verð að fara, annars get ég aldrei gleymt
neinu ... og ekki þessu, þú veizt.
Og Höllu-Gvendur hyrjar að liandfeta sig á grasviðjum upp á hakkann;
Glói í humátt á eftir.
Rétt í sama nntnd og þeir koma að hrúarsporðinum, kemur híll á hæðina
handan fljótsins, kastar skjannahvítu ljósi inn á hrúna, eltir það el'tir henni,
hægir á sér um leið og hann strýkst rétt fram hjá nefinu á piltunum tveim.
— Hæ, strákar! Guð! ... er það ... ? er kallað gliiðum rómi. llt um opinn
hílgluggann voga sér nokkrir gullnir hylgjulokkar, sem golan tekur þegar
að leika við, og út um gluggann kemur líka telpulegur og grannur og sólbrúnn
handleggur, og lítil hönd veifar til þeirra, en golan er söm við sig, og þarna
gustar hún víðri og sumarlegri hálfermi alla leið upp á öxl. Allt gerist þetta á