Andvari - 01.10.1963, Page 118
BJÖRN O. BJÖRNSSON:
Dulmál Hamðismála
Á 6. öld kemur upp á Norðurlöndum,
og nær miklum blóma, stíll sá í skreyt-
ingu muna, sem nefndur hefur verið
Vendilstíll eða stíll Ií, og alviðurkennt
mun að eigi rætur að rekja til suðrænna
áhrifa. Það myndi og vera um það leyti,
sem margir fræðimenn 20. aldar álíta að
frumgerð I Iamðismála, og jafnvel fleiri
Eddu-kvæða, hafi orðið til — og væntan-
lega fleiri kvæði, mörg kvæði svipaðs
efnis og svipaðrar gerðar — með aust-
germönskum þjóðum, og gætu væntan-
lega hafa haft samflot mcð kveikingar-
völdum stíls II. Sá still mun almennt
talinn, að uppruna til, fluttur til Norður-
landa með heimsnúnum Norðurlanda-
búum úr langdvölum í suðlægari lönd-
um. Svipuðu máli mun gegna um hin
nefndu kvæði. Vitað er, að við hirð Attila
Húna-konungs voru sagnljóðaskáld vel
metin, og að margt var þar germanskra
höfðingja, og þá vafalaust germanskra
skálda einnig; ennfremur að atkvæða-
mestu germönsku þjóðirnar, scm að
staðaldri fylgdu Húnum, voru Aust-
Gotar og Erúlar. Enn er það vitað, að
allverulegt brot af Erúla-þjóðinni sneri
aftur til Norðurlanda á fyrsta áratug 6.
aldar, undir forystu margra af konunga-
ættinni, og scttist þar að. Aftur á móti
er ckki vitað, að nein önnur þjóð cða
neitt annað verulegt þjóðarbrot hafi flutzt
til Norðurlanda um þessar mundir (eða
yfirleitt eftir Krists burð) frá Mið-Evrópu,
þótt að sjálfsögðu sé eðlilegast að gera ráð
fyrir að stöðugur straumur einstaklinga
og smáhópa hafi runnið til Norðurlanda
— einhvcrs töluverðs liluta þess fjölda,
sem þaðan fór til málaliðsþjónustu í róm-
verska hernum og grísk-rómverska hern-
um eða með Gotum, Erúlum og öðrum
germönskum þjóðum, sem um þær mund-
ir leituðu á rómverska ríkið eða réðu þar
löndtim eftir hrun vesturhluta þess.
Varla virðist ástæða til að eigna slík-
um heimsnúnum málaliðsmönnum aðal-
heiðurinn af svo sterkum og háþróuðum
menningarstraumum til Norðurlanda
fremur en úrvali heillar þjóðar, er öldum
saman hafði dvalizt í nánd við og innan
um hina grísk-rómversku menningu, búið
við völd á Italíu um daga Odovacars og
átt sjálf allvoldugt ríki á rústum Húna-
veldis, þótt skammært yrði, auk þess öfl-
ugt ríki áður um aldarskeið í nágrenni
Gota (og Grikkja), norðan Svartahafs,
áður en Húnar kúguðu hvora tveggja til
fylgis við sig. Það er í þessu sambandi
sérstaklega mikilvægt, að konungaættin
var mcð í heimhvarfi Erúla til Norður-
landa. Það var konungafólk, sem ger-
mönsku skáldin héldu sig að. Því, og
þess nánasta liði, hefur kunnátta og þekk-
ing kvæða og skáldskapar verið alveg sér-
staklega bundin. Það virðist því liggja í
augum uppi, að með hinum heimsnúnu
Erúlum, sem hér um ræðir, hafi safn og
þekking skáldskapár suðrænna og Mið-
Evrópu-Germana borizt til Norðurlanda
í stærri og hreinni stíl en mcð nokkrum