Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.10.1963, Qupperneq 119

Andvari - 01.10.1963, Qupperneq 119
ANDVARI DULMÁL HAMÐISMÁLA 237 öðrum aðila. Eða hvort myndi ekki einnig aðstaðan senr „vinaþjóð“ Húna, og hálf- gerð undirþjóð að vísu einnig, hafa getað örvað og þróað hirðskáldskaparlistina með henni, söguljóðalistina, harnrsöguljóðið? Elvaða norræn þjóð önnur en Erúlar er hreint og bcint þessleg að hafa kveðið frá eigin hrjósti: „Vel höfum við vegit, stöndum á val Gotna ofan, eggmóðum, sem ernir á kvisti." — Erúlar, sem Jörmunrekur Iagði undir ríki sitt, vafalaust eftir Iiörðustu vörn af þeirra hálfu? Engir eru heldur þeim lík- legri til að hafa kveðið framhald vísunnar: „Góðs höfum tírar fengit, þótt skylim nú eða í gær deyja; kveld lifir maðr ekki eftir kvið norna.“ Af Erúlum hefur trúverðug heimild, latnesk, sagt greinilega svipaða, og sízt minna hrífandi frásögu þeirri, er segir af Böðvari bjarka, Eljalta hinum hug- prúða og öðrum köppum Elrólfs kraka við fall hans, eða Innsteini og öðruin Ilálfs- rekkum er féllu með I Iálfi konungi — eða Leonidasi og Spartverjum hans í Laugaskarði — fyrir utan allt annað, sem um hermennsku þeirra hefur verið skráð í beztu samtímaritum grískum. „Ear féll Sörli, at salargafli, en Hamðir hné at húsbaki." Þetta eru kölluð „Elamðismál in fornu," segir í Eddu. Hamðismál in fornu! Já, hversu feikna forn! Flestir norrænu- og germönsku-fræð- ingar munu hallast að því, á þessari öld, að Hamðismál séu frumkveðin á þjóð- flutningatímanum, enda mjög brcngluð talin í þeirri mynd sem Sæmundar-Edda flytur. Einna liklegast mun hafa þótt, að þau séu frumkveðin með Goturn. Hins vegar hef ég hér að frarnan sýnt með einu, svo gott sem úr skerandi dæmi, að hér um bil óhjákvæmilegt er að ætla höf- und þeirra hafa verið af óvinaþjóð Gota — þjóð, sem a. m. k. innan um og saman við hafi átt full fjandskaparviðskipti við Gota, og bcnti sérstaklega á Erúla sem af fleiri ástæðum líklega. Nú skal enn bent á atriði í sjálfu kvæð- inu ályktun þessari til aukins stuðnings. Kvæðið er, eins og t. d. I Iyndluljóð, ekki allt þar, sem það er séð. Það er m. ö. o. táknrænt öðrum þræði; fjallar ekki, eins og það læzt gera, eingöngu um harm- leik í einkalífi tveggja—þriggja fjöl- skyldna, sem lifðu sunnarlega í Evrópu á þjóðflutningaöld, og enginn hefur raun- ar botnað í, að vakið skyldi hafa svo öfl- ugan og þrálátan áhuga skálda í Noregi og á íslandi sem hin stórbrotnu Eddu- kvæði bera órækt vitni um. Guðrún Gjúkadóttir er í Hamðismál- um öðrum þræði Erúlaþjóð þjóðflutn- inganna. Guðrún var þrígift — í fyrsta sinn af ást. Næst var hún gefin nauðug Atla Húna-konungi. Húnar kúguðu Erúla-þjóðina (þ. e. a. s. ríki hennar við Svartahaf) til bandalags við sig, og urðu Erúlar eftir það að fylgja Húnum í öll- um þeirra herferðum allt til dauða Attila — 70—80 ár — sem frjálsir bandamenn að nafninu til. Eftir dauða Atla leiða örlögin Guðrúnu nauðuga-viljuga til Jónakurs konungs, og giftist hún honum. Fræðimenn munu sammála um, að með Jónakri sé átt við Odovacar, sem steypti vest-rómverska ríkinu með Erúla sem styrkustu stoð sína í hernum, og þágu þeir að launum m. a. geysimiklar jarðeignir víðsvegar um Ítalíu, sem lengi gætti og alkunnar eru í sögunni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.