Andvari - 01.10.1963, Side 122
240
13JÖRN O. BJÖRNSSON
ANDVAIU
Mannsaldri seinna er Dana í fyrsta sinn
getið í heimildum — um sömu mundir af
Prokopiosi og Jordanesi. Segir Jordanes þá
hafa verið hluta sænsku þjóðarinnar og
flæmt Erúla úr landi sínu. Þetta skilja
flestir þannig, að Danir hafi tekið yfirráð
Danmerkur — er síðan nefndist svo —
af Erúlum, er þar hafi húið frá ómuna-
tíð, og þess vegna sé það, að hinir heim-
snúnu Erúlar hafi tekið það til bragðs að
fara til landamærahéraða Dana og Gauta
og setzt þar að — til að byrja með að
minnsta kosti.
I Iernám landsins — eða þess hluta þess,
sem Erúlar héldu lengst — hefði eftir
þessu þá verið alveg nýtt af nálinni. Pro-
kopios, er segir frá heimhvarfi Erúla,
hcfur sérstaklega orð á því, að Danir hafi
ekki gert Erúlum neinar skráveifur, er
þeir fóru um hjá þeim — líkt og þetta
teldist tiltökumál.
Þetta er nú orðið nokkuð langt skýr-
ingarinnskot. Eg var að tala um tvö bréf
Theoderics Aust-Gota-konungs til Erúla-
konungs nokkurs. Annað bréfið fjallar
um bandalag gegn Kloðvík Frankakon-
ungi. Talið er að slík málaleitun sé skilj-
anlegri hafi ríki þess Erúla-konungs verið
í Danmörku heldur en Ungverjalandi —
einkum Suður-Jótlandi, — því að Saxar,
nágrannar Suður-Jóta, voru í bandalagi
við Franka. Svo og hitt, að með væntan-
legu sæveldi sínu hcfði Erúla-konungur
í Danmörk átt að gcta gert Kloðvík ærnar
búsifjar. I hinu bréfinu býður Theoderic
Erúla-konunginum, sem talið er að heitið
hafi Hrólfur, hvorki meira né minna en
að gera hann að kjörsyni sínum og fer
uin hann fegurstu viðurkenningarorðum.
En hvort sem sá ríkti í Ungverjalandi eða
Danmörk, þá hrundi ríki hans um þær
mundir. Munu flestir nú á þeirri skoðun,
að þar hafi raunar verið I Irólfur kraki —
hann hafi verið Erúli, þó að seinni tímar
hafi gert hann danskan.
Þetta haggar ekki því, sem sagt var um
hug Ítalíu-Erúla til Theoderics, enda
Hamðismál sennilega frumort áður en
hann skrifaði I lrólfi kraka.