Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1948, Page 2

Andvari - 01.01.1948, Page 2
Bókaútgáí'a Menningarsjóðs og I»jóðvinafélagsins. Saga íslendinga. Gert er ráð fyrir, að ritverk þetta verði 10 bindi alls, hvert l)indi um 30 arkir, með mýndiun og uppdráttum, eftir því sem þörf krefur og föng verða til. Skipting efnisins í bindi verður í höfuðdráttum sem hér segir: I. bindi nær fram til um 1100, II. bindi nær frá 1100 til 1264, III. bindi nær frá 1264 til 1500, IV. bindi nær frá 1500 til 1600, V. bindi nær frá 1600 til 1700, VI. bindi nær frá 1700 lil 1770, VII. bindi nær frá 1770 til 1830, VIII. bindi nær frá 1830 til 1874, IX. bindi nær frá 1874 til 1003 og X. bindi nær frá 1903 til 1918. Þegar eru komin úl IV., V. og VI. bindi. — Nýtl bindi er væntanlegt snemma á næsta ári. Er það VII. bindi, samið af dr. Þorkeli Jóhannessyni prófessor. Þau bindi, sem úl eru komin, fást öil enn þá í vönduðu skinn- bandi. íslendingar hafa alltaf unnað sögum og sagnafróðleik. Þeir hafa líka oft verið kallaðir söguþjóðin. Með prentun þessa rit- verks gefst þeim kostur á að eignast ýtarlegt og vandað yfir- litsrit um sögu sína frá öndverðu til 1918. Heiðinn siður á íslandi. Þetta er skeimntilegt og fræðandi ril um trúarlíf íslendinga til forna eftir ólaf Briem mag. art. Bókin flytur mikinn fróð- leik um goð og landvætti, hof og blót og aðra heiðna siði. Hún er mjög vönduð að frágangi, með uppdrætti og mörgum mynd- um. Allir, sem íslenzkum fræðuin unna, þurfa að eignast þessa bók. Hún er ekki seld með félagsbókunum, heldur sérstaklega. Freslið ekki að eignast hana, þar sem upplagið er mjög lílið.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.