Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1948, Side 7

Andvari - 01.01.1948, Side 7
ANDVAIU Rögnvaldur Pétursson. Eftir Þorkel Jóhannesson. I. Vesturheimsferðirnar, sem hófust héðan af landi upp úr 1870, verða með réttu taldar einn af merkustu atburðum í sögu þjóð- ar vorrar á 19. öld. Langa hríð voru þjóðflutningar þessir of miklum sársauka háðir til þess, að menn gæti um þá rætt og dæmt af fullri sanngirni og rólegri dómgreind. Þeir voru á sínum tíma eitt mesta hitamál, sem á góma gat borið, og var það reyndar sizt að undra. í sérhverri sveit landsins var um þá háð viðkvæm deila, á heimilunum, milli náinna ástvina, milli frænda, vina og granna innan héraðs, í blöðum og á mann- fundum, á sjálfu Alþingi. Flutningar þessir héldust i fullan aldarfjórðung, að vísu með misjöfnum skriði. Mestur og þyngst- ur var straumurinn í vesturveg frá því laust eftir 1880 og fram um 1890. Eftir aldamótin 1900 dregur úr Vesturheims- ferðum, og þá hætta þær líka að vera þjóðfélagslegt vanda- uiál, deilan um þær þagnar smátt og smátt, víkur fyrir ágrein- ingnum um önnur enn brýnni og viðkvæmari viðfangsefni. Nú orðið lítum við á Vesturheimsferðirnar sem hverja aðra sögulega staðreynd, sem þokazt hefur nægilega langt undan, svo að við getum dæmt um hana með stilltu geði. Harmurinn, sem þær ollu, er löngu þaggaður; skörðin, sem þær hjuggu í garð frænda, vina og granna, blasa ekki lengur við sjónum. Vesturheimsferðirnar sjálfar snerta okkur eklci lengur. En tildrögin og afleiðingarnar eru og verða lengi merkilegt ihug- unar- og rannsóknarefni, og mun svo jafnan verða, meðan íslendingar búa tveim megin Atlanzhafs. Enn er hér margt htt athugað og á huldu. Stærstu atriðin eru þó nolckurn veg- inn alkunn. Tökum til dæmis áhrif útflutninganna á mann-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.