Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1948, Side 8

Andvari - 01.01.1948, Side 8
4 Þorkell Jóhannesson A.NUVARI fjöldann í landinu. Við vitum, að í um 30 ár fjölgaði lands- fólkinu ekkert að kalla. Vesturheimur tók á þessum tíma sem svaraði allri viðkomu þjóðarinnar. Séu þessir reikningar gerðir upp, kemur í ljós, að um 20% af þjóðinni hafa á þess- um tíma flutzt vestur um hafið. Ég er því miður ófróður um það, hversu mikinn skerf hlutfallslega íslendingar hafi lagl til landnámsins vestra, miðað við aðrar þjóðir og mannfjölda þeirra. En það er ætlun mín, að hér höfum við sem oftar breytt rausnarsamlega, og þegar til þess er litið, að við bjugg- um og búum enn í landi, sem katla má lítt numið, þarf eng- um blöðum um það að fletta, að fólksflutningarnir héðan vest- ur um haf á síðustu áratugum 19. aldar voru þjóðinni ofrausn. Á þeim tímuin var víst lítill ágreiningur um það, að ísland væri fátækt land. Og fátækt var það, efalaust, en einna sízt aflögufært af dugandi fólki, og er svo enn, þótt síðan hafi mannfjöldinn vaxið um allan helming. Þetta er víst öllum nógu vel ljóst nú orðið. En fyrir 60—70 árum horfði þetta nokkuð öðruvísi við. Ýmsum þótti þá fullnóg um þrengslin víða um byggðir landsins, og margur yfirgaf þá ættjörð sína við litla eftirsjá þeirra, er eftir sátu, sá er þó gerðist milcils háttar starfsþegn í Vesturálfu og talinn þar með brautryðj- endum og leiðtogum í sókn landnemanna inn yfir auðnir hins villta lands. Landnámsöld íslands hin nýja var þá enn ekki hafin, hvorki til sjávar né sveita. Tíminn var ekki kom- inn, og við svo búið var mannsins ekki þörf um sinn. Eitt- hvað á þessa leið hefur sagt verið um vesturfarir íslendinga fyrr og síðar, og er þá eigi síður af hreysti mælt en röksam- legri íhugun. Þarf reyndar ekki langrar röksemdaleiðslu um þetta efni, meðan menn kunna enn sæmileg skil á samlagn- ingu og frádrætti. Hefði þjóð vor átt á að slcipa um 85 þús. manna við aldamótin 1900, í stað um 70 þúsunda, myndi henni áreiðanlega hafa sótzt betur í viðreisnarbaráttunni í atvinnu- efnum sínum upp úr aldamótunum. Hitt er svo annað mál, að dæmið um Vesturheimsferðir íslendinga er miklu flóknara en svo í heild sinni, að það verði leyst til hlítar með svona einfaldri reikningslist. f þessum stutta þætti er þess enginn

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.