Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1948, Side 13

Andvari - 01.01.1948, Side 13
ANDVARI Rögnvaldui' Pétursson 9 hafs, glæða íslenzka þjóðernisvitund, þekking og ást á is- lenzkum menningararfi og tryggð við ættlandið, er harla mikil orðin og verður seint fullgoldin. Þeim er það ekki sízt að þakka, að prófraunin var með heiðri af höndum leyst. Andvari hefur talið sér skylt áður að halda á loft minn- ingu noklturra hinna helztu forvígismanna meðal Islendinga vestra, jafnhliða minningu annarra helztu þjóðskörunga vorra, og mun svo enn gert. Að þessu sinni skal hér minnzt eins manns úr þeirra hópi, er um langa hríð bar hátt merki íslenzkrar þjóðrækni og íslenzkra mennta vestan hafsins, síra Rögnvalds Péturssonar. II. Rögnvaldur Pétursson var fæddur 14. ágúst 1877 að Ríp í Hegranesi. Faðir hans var Pétur Björnsson málara, Jónssonar smiðs í Lóni í Viðvíkursveit, Björnssonar prests í Stærra Ár- skógi, Jónssonar. Kona Jóns Björnssonar í Lóni og lang- amma Rögnvalds var Sigurlaug Jónsdóttir, Hallgrímssonar, systir hins lcunna fræðimanns, Hallgríms djákna Jónssonar; en þau voru aftur bræðrabörn, Sigurlaug og Tryggvi Gunn- arsson, liinn þjóðkunni athafnamaður, síðast bankastjóri. Ber ættrakning þessi, þótt stutt sé og ófullkomin, glögglega með sér, að í íöðurkyni Rögnvalds var ættgengur hagleikur og verkhyggni. Kona Péturs Björnssonar og móðir Rögnvalds var Margrét Björnsdóttir bónda á Auðólfsstöðum í Langadal, Ólafssonar, Björnssonar, Guðmundssonar Skagakóngs í Höfn- una á Skaga, Björnssonar. Bróðir Björns á Auðólfsstöðum var sira Arnljótur Ólafsson, síðast prestur á Sauðanesi. Móðir þeirra Auðólfsstaðabræðra og amma Margrétar Björnsdóttur var Margrét Snæbjarnardóttir, prests í Grímstungum, Hall- dórssonar, biskups, Brynjólfssonar; en bróðir hennar var Brynjólfur, faðir Þóru, móður þeirra Víðivallabræðra, Brynj- ólfs Péturssonar, Péturs bislcups og Jóns háyfirdómara. Móðir Margrétar Snæbjörnsdóttur og kona síra Snæbjarnar í Gríms- tungum var Sigríður Sigvaldadóttir, Halldórssonar, prests á Húsafelli, bróður Bjarna sýslumanns á Þingeyrum. Kona Björns á Auðólfsstöðum og móðir Margrétar Björnsdóttur var

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.