Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1948, Side 14

Andvari - 01.01.1948, Side 14
10 Þorkcll Jóhannesson ANDVAHI Filippía, dóttir Hannesar prests og skálds að Ríp í Hegra- nesi, Bjarnasonar, og er það hin nafnkennda Djúpadalsætt. Er af þessu sýnt, að í móðurætt Rögnvalds var stutt til skarpra vitsmunamanna og ríklundaðra liéraðshöfðingja, skálda og fræðimanna. Þeiin hjónum, Pétri og Margréti, er svo lýst, að hann væri mikill starfsmaður, hæglátur maður og mikið ljúfmenni, en hún gáfukona, ör í skapi og hinn mesti skör- ungur. Kemur sú lýsing vel lieim við það, sem nú var sagt um ættmenn þeirra hvors um sig. En eðliskostir þessir gengu vel í erfðir til sona þeirra, er allir urðu mikils háttar menn að greind, atorku, forsjá og áræði til allra framkvæmda. Þau Pétur og Margrét fluttust vestur um haf 1883. Hlut- skipti þeirra var að sjálfsögðu því líkt sem gerðist um hagi íslenzku landnemanna á þessum árum: Hörð og vægðarlaus barátta við að yfirstíga þá erfiðleika, er þeir verða að sæta, sem koma með tvær hendur tómar að óbyggðu og óyrktu landi, þótt kostamikið sé, og verða að byggja það og yrkja af eigin rammleik. Reyndi hér að sjálfsögðu fast á elju bóndans og verkhyggni og kjark og skörungsskap húsfreyjunnar. Til Dakota komu þau haustið 1883, námu þar fyrst land og bjuggu þar í 15 ár, til 1899. Þá fluttust þau til Minnesota og áttu þar heima til 1903, og því næst til Saskatchewan og áttu þar heima til 1911, en þá fluttust þau að Gimli við Winnipegvatn. Pétur andaðist þar 26. des. 1914, en Margrét í Winnipeg 8. nóv. 1919. Þau voru bæði fædd 1844 og náðu því allháum aldri. Börn þeirra voru sex, en af þeim komust fjórir synir til aldurs, og eru tveir þeirra enn á lífi, Ólafur og Hannes, kunnir athafna- menn og skörungar í íslenzku þjóðlífi vestan hafs um tugi ára. Þegar Rögnvaldur Pétursson fluttist vestur með foreldrum sínuin, var hann réttra sex ára gamall. Má því fara nærri um það, að hann hafi lítt til sín munað fyrir „herleiðinguna miklu“, vesturferðina, er hann kallaði svo í gamni, er hann minntist þess atburðar síðar á áruin. Uppvaxtar- og æskuár sín átti hann í Dakota, íslendingabyggðinni við Hallson. Þótt hann væri barn að aldri, er hann kom vestur, var hann samt nógu gamall til

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.