Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1948, Page 24

Andvari - 01.01.1948, Page 24
20 Þorkell Jóhannesson ANDVARl Komum vér engum manni þjóðar vorrar fram, þar sem hann fær að mæla afl, röskleik og vitsmuni við aðra menn, er til lítils barizt. Þá er sú trú ónýt, er knúði foreldra vora hingað til lands og kom þeim til að reisa byggðir, að þjóð vor ætti hér góða framtíð í vændum, því framtíð er það engin, þótt vér fáum að lifa hér á jörðinni og breytast við livern bita, sem vér ofan í oss látum, í óþjóðlegra fólk. Vér' hefðum þá eins vel mátt sitja kyrrir. Það er jafndrjúgur dauðdagi fyrir menn- ingu þessa heims að deyja úr líkamlegum hor eins og að deyja úr andlegri vesæld". Þegar síra Rögnvaldur Pétursson byrjar starf sitt upp úr aldamótum, standa íslendingar vestan hafs á krossgötum. Þeir hafa komið sér vel fyrir í landinu, reynzt dugandi bændur, verkamenn, iðnaðarmenn og kaupsýslumenn. Skáld og lista- menn eiga þeir líka í sínurn hópi, sumt afburðamenn. Allmargir ungir menn hafa sýnt fram úr skarandi námshæfileilca í skól- um landsins og vakið athygli— þeir urðu fleiri síðar —, van- metakennd hins umkomulitla útlendings er horfin, og allir vegir sýnast færir. En hvert leiddu þessir vegir? í eyðimörk- inni lágu margir vegir til kjötkatla Egyptalands, en aðeins einn til fyrirheitna landsins. Hverjum einstökum íslendingi. sem nokkuð var að manni, stóð opin leið til tímanlegrar vel- ferðar í landi tækifæranna. Hinn mikli grautarpottur kyn- þáttanna vall hér og kraumaði, og landarnir gátu hæglega talið sér trú uin, að þeir væri til þess kjörnir að vera saltið í þeim graut. En hvernig var með saltið, ef það dofnaði, ineð hverju átti að selta það? Og það var sannarlega hætt við því. að saltið dofnaði í þeim vatnsgraut öllum. Fyrir íslenzka kyn- þáttinn var í rauninni aðeins ein leið, ef hann átti ekki að líða undir lok, sú að átta sig í tíma, taka höndum saman og leggj11 rækt við menningararf sinn, um leið og hann efldi sjálfan sig til áhrifa og afreka í fósturlandi sínu. Kjörorð fyrsta íslend- ingadagsins í Milwaukee 1874 var enn í fullu gildi: Framtak, samheldni og að varðveita þjóðerni sitt! Rögnvaldur Pétursson gerðist ungur forvígismaður þessarar stefnu og barðist trúlega fyrir henni alla tíð síðan. *

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.