Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1948, Side 25

Andvari - 01.01.1948, Side 25
ANDVARI Rögnvaldur Pétursson 21 V. Það er oft býsna erfitt að finna rökin til þess, að hugur manns hneigist óvenjulega fast að einhverri stefnu eða hug- sjón. Engin augljós rök eru til þess, að Rögnvaldur Pétursson gerðist á ungum aldri svo heitur og eindreginn aðdáandi nor- rænnar og islenzkrar menningar og mennta, sem raun varð á. Sveitin, sem hann ólst upp í vestra, var að vísu fjölmenn af íslendingum, heimili sjálfs hans alislenzkt, eins og reyndar var um flest heimili frumbyggjanna, og nokkur kostur íslenzkra bóka. Þar með var líka allt talið. Meðal æskumanna byggðar- innar á þessum árum var margt óvenju mikilhæfra efnis- manna. En hugur þeirra stefndi yfirleitt fyrst og fremst að því að ryðja sér til rúms í liinu nýja þjóðfélagi, mannast að hætti landsvenjunnar og standa öðrum jafnfætis í öllum efn- um, sem lífið krafði í nýju landi. Andi Rögnvalds Péturssonar skyggndist dýpra, staðnæmdist ekki við hið glæsilega yfir- borð þessa gróandi þjóðlífs. Einhver máttug eðlisávísun beindi huga hans að viðfangsefnum, er virðast inætti að lægi utan við verkahring hans í námi og fyrirhuguðu starfi. Við Harvard- háskólann velur hann sér gotneska tungu að viðfangsefni, þegar hann loks fær tækifæri til þess að kjósa sér námsefni utan við hið markaða svið guðfræðinnar. Fátt sýnir betur, hvert hugur hans stefndi þá, er hann í miðjum önnum sínum við að búa sig undir kennimannsstarf sezt við hina dýpstu hrunna forngermanskra fræða. Skýring þessa er meðal annars sú, að hann var í rauninni alls kostar hneigður til sagnfræði, °g sem guðfræðingur hafði liann mestar mætur á trúarbragða- sögunni. Þess vegna mun hann líka í öndverðu hafa tekið af ulvöru að kynna sér norræna trúarbragðasögu og þar með sögu, tungu og bókmenntir norrænna þjóða, er hann gerðist siðar mjög fróður um, en þær rannsóknir leiddu beint til ís- •ands, íslenzkra bókmennta og íslenzkrar sögu, er siðar urðu hærasta viðfangsefni hans og sá brunnur, er hann sótti í •uestan andlegan styrk og endurnæringu jafnan. Vinur hans °g starfsbróðir, síra Guðmundur Árnason, hefur lýst þessu viðhorfi hans svo vei, að varla verður um bætt: „Fyrir aug-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.