Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1948, Page 26

Andvari - 01.01.1948, Page 26
22 Þorkell Jóliannesson ANDVARI um síra Rögnvalds var hið norræna eðli og norræn menning sá þátturinn í lífi og menningu íslenzku þjóðarinnar, sem er sterkastur og haldbeztur, þó að aðrir þættir hafi fléttazt þar inn í; eða, með öðrum orðum, það mætti líkja þessu eðli við lífskraft plöntunnar, sem grein er sniðin af; hinn upprunalegi lífskraftur lætur greinina festa rætur, sé henni stungið niður í jörðina, og lætur hana þroskast, svo að hún verður að sjálf- stæðri plöntu; hann er eins konar óþrjótandi máttur, sem getur lifað þúsundir ára, þó að plantan, sem greinin var fyrst sniðin af, deyi. Hin forna menning norrænna þjóða, siðspeki þeirra og Hfsviðhorf, voru, að honum fannst, sá andlegi mátt- ur, sem ætti stöðugt að endurnýjast í afkomendum norrænna manna, hvar í heiminum sein þeir væru og við hvaða vtri skil- yrði sem þeir byggju. Að skipta á þessu og einhverju öðru, sem í eðli sínu væri ónorrænt, væri í rauninni að selja frumburðar- rétt sinn fyrir einn málsverð, að kasta frá sér arfinum, sem væri lífsins dýrmætasta gjöf til hvers einstaklings. Mörgum fannst, og það ef til vill ekki aiveg að ástæðulausu, hann leggja stundum of mikla og of einhliða áherzlu á þetta, svo að hann jafnvel viðurkenndi ekki andleg verðmæti, sem af öðrum togum væri spunnin. En þetta var hans sannfæring, og hún varð æ rótgrónari og styrkari eftir því sem aldurinn færðist yfir hann.“ Hér ætla ég, að rétt sé slcýrt frá viðhorfi síra Rögnvalds til þeirra meginröksemda, er liann byggði á hið mikla og margþætta þjóðræknisstarf sitt. Ýmsum kann að virðast, að hér hafi gælt öfga í mati hans á íslenzka og norræna kynstofninum. Þeir minna á það, að öll sé skepnan góð og öll kynþáttarómantík háskasamleg. Hér er ekki staður til að ræða slíkt. Ég ætla lika, að Rögnvaldi Péturssyni hafi ekki hætt til þess að líta á landa sína vfirleitt sem fyrirmyud þjóðanna. Hann var of skarpskyggn og gagnhygginn maður til þess að aðhyllast nokkra rómantíska fimbulkenningu uni útvalningu og ofurmennsku. En því meira traust liafði hann á heilbrigðu mannviti, og af því fann hann meira í fornuin spjöllum norrænum en víðast annars staðar. Heiðríkja nor- ra>ns anda, eins- og fram kemur > Völuspá, Hávamálum og

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.