Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1948, Side 33

Andvari - 01.01.1948, Side 33
andvahi Rögnvaldur Pétursson 29 margir góðir menn drjúgan þátt að, en það er ekkert efamál, að þar átti hann drýgstan þáttinn, og má það öllum öðrum styrktarmönnum þess máls hnjóðiaust vera. Hann var lcjör- inn forseti félagsins tvö fyrstu árin og aftur frá 1936 til dauða- dags. Ritstjóri Tímarits Þjóðræknisfélagsins var hann alla tíð og ritaði þar ýmsar merkilegar greinar, einkurn um söguleg efni. Var tímaritið í hönduxn hans eitt hið veigamesta islenzkt tímarit, er þá kom út, og hið merkasta, sem vestra hefur prentað verið. Það yrði of langt mál að lýsa hér ýtarlega afskiptum síra Rögnvalds af málum Þjóðræknisfélagsins. En sjálfri hugsjón þjóðræknisstarfsins og viðfangsefnum, eins og þau blöstu við sjónum hans, er bezt lýst með hans eigin orðum í inngangin- um að ritgerð hans um þjóðræknissamtök íslendinga vestra: „Þegar fara á að telja saman, hvaða verk það séu helzt, seni aðallega má segja, að tilheyri þjóðernissamtökum íslend- inga, þá verða þau mörg. Fyrst og fremst ber að telja öll þau verk, er á einhvern hátt stuðla að viðhaldi þjóðarinnar og varðveita hjá henni þau einkenni í tungu, trú, háttuni og sið- um, sem henni eru einkennileg. Þá verður og að telja þau samtölc, er eiga að miða að því að hefja hana til frægðar og frama á einn eður annan hátt og skapa virðingu fyrir henni, bæði út á við og inn á við. Enn fremur her að telja þau sam- tök líka, sem stofnuð eru til að auka krafta hennar, bæði á undlega og efnislega vísu, svo að henni verði auðveldari bar- áttan fyrir tilverunni og hún fái haldið hlut sinum, við hvern sem er að etja.“ í stefnuskrá Þjóðræknisfélagsins er þetta orðað stuttlegar, en þó er stefnan hin sama, enda af honum mótuð. Hér er ekki unnt að ræða nánara um sögu Þjóðræknis- félagsins þessi ár, árangurinn af starfi þess og örðugleika, sem því mættu, en fast var í horfinu haldið, og lengi vel án þess stuðnings héðan að heiman, sem vert var. í þeirri sögu verður síra Rögnvalds minnzt fyrir hið mikla starf, sem hann leysti af höndum lil þess að auðvelda og skipuleggja hina stórmyndar- legu þátltöku íslendinga að vestan í Alþingishátíðinni 1930.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.