Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1948, Side 36

Andvari - 01.01.1948, Side 36
32 I>orkcll Jóhanncsson ANDVARI maður í þjóðlífi íslendinga vestra, kom hann í verk furðu mikluin ritstörfum. Ritgerðir hans um ýmis mál, ræður og er- indi, er hann flutti við ýmis tækifæri, skipta sjálfsagt mörg- um tugum, og er þá aðeins til þess litið, sem prentað er. Má af slíku nefna erindi hans um Þorstein Erlingsson og Hannes Hafstein, er hann flutti fyrir Menningarfélagið í Winnipeg á árunum 1908—10 og prentuð eru í Heimi. Hér má og nefna ritgerðir hans í Tímariti Þjóðræknisfélagsins, er varða sögu íslendinga vestra: Þjóðræknissamtök íslend- inga í Vesturheimi (T. I.—IV., VI.), Tala íslendinga í Kanada (T. XIV.), Upphaf vesturferða og þjóðminningarhátíðin í Mihvaukee 1874 (T. XV.) og Landskoðunarferðin til Alaska 1874 (T. XVI.). Hann samdi bók um íslandsför sína 1912, Ferða- minningar, pr. í Winnipeg 1914, skemmtilega frásögn og fróð- lega. Hann samdi að nokkru leyti og annaðist um útgáfu hins mikla Minningarrits íslenzkra hermanna í heimsstyrjöldinni fyrri, pr. í Wpg. 1921. Hann þýddi og gaf út Hetjusögur Norð- urlanda eftir Jakob A. Friis, pr. í Wpg. 1923. Er þá aðeins hið helzta talið. Hér hefur verið drepið nokkuð á ritstörf síra Rögnvalds. En þáttur hans í íslenzkri bókmcnntasögu er engan veginn þar með á enda rakinn. Eins og kunnugt er, hafa íslendingar vestra frá upphafi lialdið uppi umfangsmikilli bókmennta- starfsemi. Sýnir fátt betur, hversu fast þeir hafa tengdir verið þjóðlegri menningu æltlands síns, en það, hversu vel og lengi þeir hafa slegið strengi íslenzkrar ljóðlistar, að visu oft af minni efnum til frumlegs og fengmikils skáldskapar en skyldi- En eigi að síður hefur þessi skáldskaparviðleitni átt sinn sterka þátt í því að glæða og halda við áhuga og ást á íslenzkri tungu, eins og íslenzkur alþýðukveðskapur, þar með taldar rímurnar, hefur gert hér heima um aldaraðir. En þótt mikið af ljóða- gerð íslendinga vestra sé heldur litils virði að skáldskapar- gildi, eru hér glæsilegar undantekningar. Bókmenntir íslands hafa hér eignazt ágæt skáld, svo sem öllum er kunnugt og þarf- laust er upp að telja. Því er oft við brugðið, að svo fámenn og fátæk þjóð sem íslendingar skuli hafa átt og eiga ágætai

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.