Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1948, Side 40

Andvari - 01.01.1948, Side 40
ANDVARI Sigurður Breiðfjörð. 150 ára minning. Eftir Jóh. Gunnar Ólafsson. I. Sigurður Eiríksson Breiðfjörð var fæddur 4. marz 1798 í Rifgirðingum og skírður sama dag. Eyjar þessar eru í mynni Hvammsfjarðar og í Breiðabólstaðarsókn á Skógarströnd. Foreldrar lians voru Eiríkur Sigurðsson bóndi í Rifgirðingum og kona hans, Ingibjörg Bjarnadóttir. Þau giftust 1791. Ei- ríkur var talinn vera vel viti borinn og hagmæltur. Sigurður, faðir Eiríks, var Eiríksson, Magnússonar, Ivarssonar, og höfðu þeir búið hver fram af öðrum í Rifgirðingum. Ingibjörg, móðir Sigurðar, var dóttir Bjarna Bogasonar bónda í Frakkanesi, Brimilsvöllum og Mávahlíð, Benediktssonar bónda í Hrapps- ey (d. 1803), Jónssonar fálkafangara í Brokey. Kona Boga Benediktssonar í Hrappsey var Þrúður, dóttir Bjarna Péturs- sonar sýslumanns ríka á Skarði, Bjarnasonar, Péturssonar sýslumanns á Staðarhóli, Pálssonar á Reykhólum, Jónssonar (Staðarhóls-Páls). Er þetta göfugt kyn og stórbrotið. Skáld- gáfa var einnig í ættinni. Kona Bjarna Bogasonar var Jóhanna, dóttir Vigfúsar stúd- ents og spítalahaldara á Hallbjarnareyri, Helgasonar (d. 1777). Helgasonar á Laugarbrekku, Vigfússonar á Lundum og Laug- arbrekku (d. 1704), Helgasonar Hellnaprests (d. 1674). Voru þeir feðgar hraustmenni, en litlir skapstillingarmenn, einkurn við vín. Margir voru þeir hagmæltir. Vigfús spítalahaldari kvað Hrakningsríinu Sigurðar Steinþórssonar um 1750. Þessa rímþraut kvað hann undir hættinum gagravillu stíma: Fróði bróðir, fjáður dáð, friður yður greiði leið, góða Lóðins gljáði láð griða smiður eyði neyð.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.