Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1948, Page 42

Andvari - 01.01.1948, Page 42
38 Jóh. Gunnar Ólafsson ANDVARI Vorið 1822 fluilist Sigurður til Reykjavíkur. Þar fékkst hann við beykisstörí. Var hann i fyrstu hjá Sigurði Sívertsen kaupinanni, en fluttist síðan að Brúnsbæ til Hannesar Erlends- sonar skósmiðs. Þar bjó einnig Pétur Pétursson beykir. Síðla árs 1823 hræddi Sigurður og félagar hans Pétur með alls konar brögðum og töldu honum trú uin, að það væri draugagangur. Um þetta orti Sigurður Draugsrímu. En Sigurður Thorgrímsen bæjarfógeti sektaði Sigurð og félaga hans fyrir athæfið. Til þess var upp á þessu fundið að ginna brennivín út úr Pétri, og tókst það. Um þessar mundir virðist Sigurður hafa verið ærið drykkfelldur. Á þessum árum verzlaði Westy Petræus kaupmaður ennþá í Reykjavík. Hann álti einnig verzlun í Vestmannaeyjum. Það var Garðsverzlun, hinn forni einokunarverzlunarstaður. Haust- ið 1824 réði Petræus kaupmaður Sigurð til þess að vera beyki við Vestmannaeyjaverzlunina, og fór hann þangað um haustið. Hann var þá 26 ára að aldri, og er líka lalinn svo í sálnaregistri Ofanleitissóknar þá um áramótin. Fyrir Garðsverzlun stóð Andreas Petræus. Hann hjó í Skanzinum, en þar stóðu verzlunarhúsin og íbúðarhús verzl- unarstjóra. Var þar nel'nt að Kornhól eða í Garðinum. Kona Petræusar hét Andrea Christine Hedvig. Á vist með þeim var Sigríður Nikulásdóttir. Hún var fædd að Narfakoti i Njarð- víkum árið 1786 og var því 12 árum eldri en Sigurður. Hún var vel kynjuð í háðar ættir. Nikulás, faðir hennar, var sonur Snorra Gizurarsonar í Narfakoti, en móðir hennar var Margrét, dóttir Runólfs bónda í Sandgerði, Runólfssonar, Sigurðssonar og Margrétar, dóttur Guðna Sigurðssonar sýslumanns i Gull- bringusýslu og Auðbjargar Kortsdóttur, Jónssonar á Kirkju- bóli. Þetta er beinn karlleggur til Lofts ríka Guttormssonar. Guðni sýslumaður var af Sandgerðisætt, og voru þeir æltmenn komnir af Torfa Jónssyni í Klofa. Síðar giftist Margrét, móðir Sigríðar, Þorsteini Jónssyni frá Brekkum í Holtum, bróður Guðrúnar, konu Páls skálda. Bjuggu þau í Vestmannaeyjuni- Óvenjuleg rækt hefur verið lögð við uppeldi Sigríðar. Hún skrifaði laglega rithönd, og var það ótítt um konur á þeim

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.