Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1948, Side 44

Andvari - 01.01.1948, Side 44
40 Jóh. Gunnar Ólafsson ANDVABI seldi hann á opinberu uppboði, sem haldið var um miðjan ágústmánuð. Gjaldfrestur var veittur, og fékk Sigurður Otta Jónssyni umboð til þess að innheimta skuldix-nar. Af þessu öllu er augljóst, að engin launung hefur verið á brottför Sig- urðar úr Vestmannaeyjum og að þessar ráðstafanir allar hat'a verið á vitorði konu hans, enda sagði hún síðar, að hann hefði látið selja rúm þeirra hjóna, kistu liennar með öllu, sem í henni var, að undanskildum einum frakka og traföskjum. Allt, sem sagt hefur verið, um að Sigurður hafi yfirgefið Vest- mannaeyjar með leynd og strokið frá konu sinni, er því ein- ber þvættingur. Um mánaðamótin ágúst/september 1828 virðist Sigurður hafa farið úr Vestmannaeyjum. Konan varð eftir, en ráðgert var, að liún kæmi vestur, þegar Sigurður hefði útvegað þeim sama- stað. Er vestur kom, reyndust vonir Sigurðar um atvinnu í Ólafsvík brigðular. Hann skrifaði Sigríði rækilegt bréf 7. des- ember 1828 frá Helgafelli. Dvaldist hann þá með séra Jóhanni Bjarnasyni, móðurbróður sínum, sem þá var þar aðstoðar- prestur séra Gríms Pálssonar. Bréfið er hið hlýlegasta, en lýsir vel losi og „óstöðugheitum" Sigurðar. Virðist hann helzt iðrast þess að hafa horfið frá Vestmannaeyjum, enda var hagur hans þar góður. Ráðgerir hann, að Sigríður komi vestur með vorinu, þegar ferðir falli að nýju. Af því varð þó ekki og mun það hafa valdið, að Sigurði bauðst engin lífvænleg at- vinna. Þegar Sigurður fór úr Eyjum, var Sigríður á flæðiskeri stödd. Var hún algerlega félaus og varð því að liafa ofan af fyrir sér með vinnu sinni. Réðst hún þá ráðslcona til Otta Jónssonar, sem Sigurður seldi Breiðfjarðarhús. Hann var kvæntur danskri konu, sem var langdvölum í Danmörku. Þau Sigurður og Sigríður skiptust á nokkrum bréfum á ár- unum 1828 og 1829. Skrifaði Sigurður henni 3 bréf, en hún skrifaði honum 6 hréf. Síðan fóru engin bréf milli þeirra, og hafa þau sennilega verið farin að sjá, til hvers draga mundi. Sigurður hafði enga fasta atvinnu og flögraði milli góðbúanna og lét hverjum degi nægja sína þjáning. Sigríði hefur ekki lit-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.