Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1948, Síða 47

Andvari - 01.01.1948, Síða 47
ANDVARI Sigurður Breiðfjörð 43 fór hann norður til Holsteinsborgar. Veturinn 1832—1833 átti hann lengi við sjúkleika að stríða. Fékk hann illkynjaðan skyrbjúg og batnaði ekki fyrr en voraði og hann náði til skarfa- káls og hvannaróta. Um sumarið fór hann víða, og syðst kom hann til Júlíönuvonar. Frá Grænlandi fór Sigurður 23. júlí 1834 og hafði þá dvalizt þar rúmlega þrjú ár. Hann hafði fengið mikla reynslu af Grænlandsverunni og starfað þar mikið. Einnig hafði hann haft þar mikið tóm til ritstarfa, ort þar sínar beztu rímur og ljóðmæli. Þegar Sigurður fór frá Grænlandi, fékk hann vottorð hjá Ch. Aug. Jiirgensen, trúboða við söfnuðina í Sykurtoppi og Holsteinsborg, um hegðun sína. Þetta vottorð er dagsett 7. maí 1834, og er þar látið hið bezta af Sigurði þau þrjú ár, sein hann hafi dvalizt á Grænlandi. Einnig fékk hann vottorð ýmissa manna um kennslu sína i hákarlaveiði. Litla viðurkenningu þóttist hann fá fyrir þessi störf sin. Sigurður kom til Kaupmannahafnar 8. september 1834. Á Grænlandi hafði honum ekki safnazt fé, og vonir hans um í iflega þóknun fyrir kennslustörfin við hákarlaveiðarnar fóru út um þúfur. Hann hafði því úr litlu að spila, enda hafði hann skamma viðdvöl í Danmörku. Iíoni hann til Reykjavikur um miðjan nóvember. Hélt hann þaðan til Stykkishólms innan stundar. Á þeim slóðum dvaldist hann næstu tvö árin, einkum þó í Stykkishólmi, hjá Árna Thorlaciusi kaupmanni. Þau árin vann hann mikið að ritstörfum. Um þetta leyti kynntist hann Kristínu Illugadóttur á Gríms- stöðum í Breiðuvík, og felldu þau hugi saman. Hún hafði áður búið með Jóni Jónssyni í Melabúð við Hellna. Hann fórst árið 1833. Jón sleit samvistum við konu sína, Þorbjörgu Jónsdóttur, lil þess að taka saman við Kristínu, en ekki hirti hann um það að umgangast lögskilnað við hana. Þau höfðu ekki eignazt börn. Með Kristinu eignaðist Jón tvo syni, Niels og Kristján, en áður hafði hann eignazt dóttur, Jóhönnu, fram hjá konu sinni. Talið er, að Jón hafi gefið Kristínu jörðina Grímsstaði í Breiðuvík, en þar bjó hún eftir andlát Jóns. Það var rýrðar-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.