Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1948, Síða 49

Andvari - 01.01.1948, Síða 49
andvabi Sigurður Breiðfjörð 45 en lofaði þó að skrifa til Vestniannaeyja. En engan árangur hafði þetta borið. Vorið 1836 flutti Sigurður til Grímsstaða og tók upp sam- vistir við Kristínu. Séra Jóhann Bjarnason, aðstoðarprestur séra Grims Pálssonar á Helgafelli, gefur honum friheit sín 7. maí 1836. I vottorðinu er tekið fram, að Sigurður hafi dvalizt undanfarin tvö ár i Helgafellssókn, en viki til Laugarbrekku- þinga. Um haustið gerði Sigurður aðra tilraun til þess að öðlast skilnað við Sigríði. Hann skrifaði 1. september 1836 sýslumann- inum í Vestmannaeyjum og fór fram á skilnað, og jafnframt bað hann Skúla Thorarensen, lækni á Móeiðarhvoli, að mæta og gæta réttar síns. Um þessar mundir var Bolbroe héraðs- læknir seltur sýslumaður í Vestmannaeyjum í fjarveru Abels sýslumanns, sem þá var erlendis. Bæði þessi bréf frá Sigurði komu til skila, þótt hann fengi engin svör við málaleitun sinni. Sigurður greip nú til örþrifaráða. Fór hann þess á leit við Hannes Jónsson á Hamraendum, sóknarprest sinn, að hann lýsti með þeim Kristínu, og fóru lýsingarnar fram í Knarrar- kirkju haustið 1836. Um þær mundir var séra Páll Jónsson, fyrrum prestur í Vestmannaeyjum, á ferðalagi vestur á Snæ- fellsnesi, og mun hann hafa sagt frá því, að Sigurður ætti konu á lifi, sem hann væri ekki skilinn við. Þetta fréttj Hannes prestur, og færðist hann undan að vigja þau, enda inun séra Pétur Pétursson á Staðastað hafa latt hann þess. Sigurður var samt ekki af baki dottinn. Fór hann þá til séra Jóhanns Bjarna- sonar, frænda sins, og fékk hann til þess að framkvæfna vígsl- una. Fór hún síðan fram í Knarrarkirkju 7. janúar 1837. Sigurði var ljóst í upphafi, að þetta tiltæki hans mundi geta haft alvarlegar afleiðingar. í fyrstu var hann þó hreykinn yfir því að hafa leikið á yfirvöldin og orti gemsmikið Ijóðabréf til Jóns í Tandraseli um giftinguna og alla atburði að henni. Haustinu áður hafði Bjarni Þorsteinsson amtmaður leitað staðfestingar á því, hvort Sigurður væri kvæntur, en svör munu ekki hal'a borizt fyrr en seint og síðar meir. Hafði hann skrifað stiftamtmanni 25. nóvember 1836. Bréfið ber að vísu vott um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.