Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1948, Side 51

Andvari - 01.01.1948, Side 51
ANDVARI Sigurður Breiðfjörð 47 hún ennú væri á lífi, og að hann engan skilnaðardóm frá henni öðlazt hefði“, þegar síðari giftingin fór fram. Málshöfðun gegn Sigurði og Kristínu var fyrst fyrirskipuð 1. ágúst 1837, og var þá fyrir héraðsdómarann lagt að höfða mál á hendur Sigurði fyrir tvíkvæni og henni fyrir meðvitund. En mikill dráttur varð á málinu. Fyrstu réttarhöldin voru ekki fyrr en 12. og 14. október um haustið. Nú sneri Sigurður við blaðinu og hafði uppi ýmiss konar varnarástæður. Meðal ann- ars hélt hann því fram, að hjónaband þeirra Sigríðar hefði verið ólögmælt frá upphafi vega, sökum þess að liann hefði verið svo drukkinn giftingardaginn, að hann hefði ekki goldið jákvæði sitt, og verið talinn á það af öðruin að kvongast Sig- ríði. Frá Sigurði er vafalaust runnin sú saga, sem ekki á þó við neitt að styðjast, að hann hefði verið keyptur til þess að kvongast Sigríði fyrir „golt rúm og tunnu af brennivíni“, og að hún hefði verið þunguð af völdum Petræusar verzlunar- stjóra. Gísli Konráðsson ber séra Jóhann Bjarnason fyrir þessu. Eftir beiðni Sigurðar fór fram vitnaleiðsla í Vestmannaeyj- um. Lagði hann fram skriflegar spurningar, sem hann óskaði, að ýmsir Vestmannaeyingar og Sigríður, kona hans, yrðu látin svara. Voru þær spurningar sumar hverjar ærið nærgöngular og til þess gerðar að láta svo líta út, að Sigríður liefði verið honum ótrú og hjónaband þeirra hefði verið ógilt. Við þessa vitnaleiðslu kom í ljós, að Sigurður hafði verið ódrukkinn giftingardaginn og að vígslan hafði farið fram með venjulegum hætti. Þá sannaðist einnig, að bezta samkomulag hafði verið með þeim hjónum. Sigríður taldi, að brottför Sigurðar úr Eyj- um hefði eingöngu stafað af hverflyndi hans. Skilnaði þeirra hefur verið lýst hér að framan. Héraðsdómur í máli þeirra Sigurðar og Kristínar var kveð- inn upp 18. júní 1838 með því dómsorði, að hjónabandið var dæmt ógilt. Sigurður skyldi sæta þriggja tuttugu og sjö vandar- hagga refsingu, en Kristín greiða í sekt 9 ríkisbankadali silf- urs. Þegar Sigurði var birtur dómurinn 18. júní 1838 að Gríms- stöðum af Kristjáni Magnússen sýslumanni, varð honum að orði: 4

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.