Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1948, Page 53

Andvari - 01.01.1948, Page 53
ANDVARI Sigurður Breiðfjörð 49 Guðbrand nokkurn Torfason, sem Sigurður skuldaði honum frá 1836. Tókst amtmaður þetta á hendur, sökum þess að Guð- brandur var fátækur og einfaldur. Bað hann Pál Benedikts- son, fyrrv. sýslumann í Snæfellsnessýslu, að innheimta upp- hæðina, ásamt tveimur öðrum kröfum, sem hann stefndi Sig- urði fyrir sáttanefnd lit af. Segir amtmaður, að sátt hafi verið gerð 3. nóvember 1837, eftir alls konar undanbrögð af hálfu Sigurðar, og hefði hann lofað að greiða upphæðina í reikning Páls við Búðaverzlun fyrir lok júlí 1838. Þetta sveik Sigurður, og segir amtmaður, að hann ætli sér ekki að standa við sættina, enda sé hann kunnur fyrir að vera brögðóttur og prettvís í peningasökum. Ekkert var að hafa af Sigurði, og biður amt- maður því að láta Guðbrand vita, að upphæðin sé ófáanleg, en kostnaðinn kveðst hann sjálfur hafa greitt, og þurfi Guð- brandur ekki að hugsa um það. Af þessu er augljóst, að það er orðum aukið, að Sigurður hafi setzt í gott bú á Grímsstöðum, jafnvel þó að eithvað megi draga úr ummælum amtmanns, sem sýnilega hefur haft horn í síðu Sigurðar. Bú Kristínar var litið, eins og kotið, sem þau bjuggu á, og Sigurður hefur lítið í það fært. í morgun- gjöf gaf hann Kristínu Rímur af Valdimar og Sveini og ást sína. Af mansöngvum rímnanna er augljóst, að hann hefur unnað Kristínu mikið. Þau eignuðust tvö börn. Dó annað ung- barn. Bæði skírði Sigurður Jens Baggesen. Varð Jens sjó- niaður og dó erlendis. Vorið 1841 brugðu þau Sigurður og Kristín búi á Gríms- stöðum og fluttu að Eiði á Seltjarnarnesi í húsmennsku. Hafa þau þá ekki lengur getað verið við búskap, enda áttu þau engan fénað haustið 1840, er hreppskilaþing var háð. Eina skepnan á heimilinu var einn hestur, og lausafjármun- irnir 1 y2 hundrað. Um þessar mundir þrengdi svo að, að Sigurður varð að leita á náðir sveitarinnar. Stundaði Sigurður beykisstörf inni í Reykjavík. Sigurður liafði ekki lengi verið að Eiði, þegar hann hugði á að flytjast búferlum til Reykjavíkur. Ætlaði hann að setjast þar að, án þess að sækja um leyfi til þess. Stefán Gunnlaugsson bæjarfógeti komst

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.