Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1948, Side 56

Andvari - 01.01.1948, Side 56
52 Jóli. Gunnar Ólafsson AN'DVARl argerðar sinnar, en kveðst ekki annað vita en það, sem gangi um bæinn um heilsufar Sigurðar, því að hann hafi kennt konu hans að annast hann í köstunum. Var nú horfið að því ráði að láta Sigurð afplána refsinguna í fangahúsinu í Reykjavík, og var hann þar dagana 11.—26. júní 1845. Málskostnaðinn gat Sigurður ekki greitt, og lagði bæjarfógeti til við stiftamt- mann, að upphæðin væri greidd af almannafé, sökum þess að alkunnugt væri, að Sigurður væri naumast fær um að afla brýnustu nauðsynja og væri með öllu eignalaus. Af þessu má ljóst vera, hversu mjög hallaði undan fæti fyrir Sigurði á alla lund. Eftir þetta lifði hann aðeins skamma hríð. Hann dó rúm- lega ári síðar i’ir mislingum. í skýrslu séra Ásmundar Jóns- sonar, prests í Reykjavík, til bæjarfógeta, dags. 11. júni 1847, segir, að Sigurður hafi dáið í Grjóta 21. júlí 1846 og verið jarð- settur 27. júlí. Engin ræða var flutt við útför hans, að því er talið er. Árið 1863 reisti Kvöldfélagið í Reykjavík legstein á leiði Sigurðar í Reykjavíkurkirkjugarði. Hér að framan hefur verið reynt að lýsa ytri aðstæðum Sigurðar. II. Sigurði er þannig lýst, að hann hafi verið meðalmaður á vöxt, herðabreiður, hálsstuttur, útlimagrannur, skrefhár og ineð kart- neglur. Hann var kringluleitur og rauðleitur í andliti, ennið hrukkótt, þungbrýnn og svartbrýnn. Hárið var jarpt og strýtt. Hann hafði lítið vangaskegg. Augun voru smá og snör, nefið stórt og hátt fremst, eins og títt er um klumbunef. Hann var varaþykkur, opinmynntur og með gisnar tennur. Hann var fastmæltur, en dálítið blestur i máli. Að skaplyndi var hann örlyndur, léttlyndur, gamansamur og óreiðigjarn. Þessi lýsing er tekin eftir Jóni Borgfirðing, og kemur hún heim við ýmsar sögur, sem af Sigurði ganga, eftir heimildum samtíðarmanna hans. Til eru nokkur vottorð manna, sem höfðu náin kynni af

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.