Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1948, Page 59

Andvari - 01.01.1948, Page 59
axdvahi Sigurður Breiðfjörð 55 léttkveðnar og Iiprar lausavísur eí'tir hann bárust um allt land eins og á vængjum vindanna. Um þær mundir, er Sigurður fór til Grænlands, komu út á prent hinar fyrstu rímur hans, Tistrans rímur (1831), en rímur af Svoldarbardaga árið 1833. Áður en Sigurður fór til Grænlands, hafði hann ort 19 rímnaflokka. Þeir eru þessir: Rímur af Bragða-Ölvi, rímur af Sýrus og Kambyses, rímur af Hemingi Áslákssyni, rímur af Víga-Hrappi, rímur af Hálfdani Barkarsyni, ríma af Þorsteini skelk, ríinur af Högna og Héðni, rímur af Gunnari á Hlíðar- enda, rimur af Þórði hræðu, rímur af Jómsvíkinga sögu, Enimu ríma, rímur af Hans og Pétri, Laxárvallaríma, rímur af Fertram og Plató, Draugsríma, rímur af Svoldar-bardaga, rím- ur af Tistrani og Indíönu, rímur af Hallfreði vandræðaskáldi og Ferjumanna ríma. Á Grænlandi orti hann Númarímur, og mörg af beztu kvæðuin hans eru vafalaust ort þar. Tvö fyrstu árin, sem Sigurður dvaldist á íslandi eftir heim- komuna frá Grænlandi, hafa jafnan verið talin hin beztu í ævi hans. Var hann þá lengst af hjá Árna Thorlacius, kaupmanni í Stykkishólmi, og vann mikið að ritstörfum. Bjó liann þá undir prentun Núma rímur, sem út komu árið 1835, frásögn sina Frá Grænlandi, sem prentuð var 1836, rímur af Fertram og Plató, prentaðar árið 1836, og Jómsvíkingarímur, prent- aðar 1836 með rímum af Fertram og Plató. Um þessar mundir orti hann rímur af Aristómenes og Gorgi, sem út koniu árið 1836. Sama árið komu Ljóðasmámunir hinir fyrri. Auk þessa Fvað hann að nýju um þetta Jeyti rímur af Gunnari á Hlíðar- enda, sem prentaðar voru árið 1860. Ljóðasmámunir síðari komu lit árið 1839 og aftan við þá Enieliuraunir, sem venjulega eru laldar til rímna Sigurðar. Loks voru svo rímur af Valdimar og Sveini gefnar út árið 1842, en Líkafrónsrímur árið 1843, og voru þær hið síðasta, seni prentað var af kveðskap Sigurðar meðan hann var á lifi. Eftir andlát hans voru þessar rímur hans prentaðar: Rimur í(f Indriða ilbreiða 1856, rímur af Gísla Súrssyni 1857, rímur of Víglundi og Ketilríði 1857, rímur af Gústav og Valvesi 1860,

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.