Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1948, Page 66

Andvari - 01.01.1948, Page 66
62 Óttar Indriðason ANDVARI mannanna, við klakstöðvarnar er með ágætuin, því að þeim er vel ljóst hið mikilvæga hlutverk, sem þær hafa að gegna. Einn þáttur þessarar samvinnu er oft eitthvað á þessa leið: Ákveðinn hópur, t. d. félag stangarveiðimanna eða manna, sem áhuga hafa á einhvers konar fiskveiðum, sendir formlega ósk um, að ákveðnum fjölda seiða af tiltekinni tegund sé sleppt í tilgreinda á eða stöðuvatn. Eftir að þessi beiðni hefur verið athuguð af forráðamönnum þessara mála, og hafi það komið fram, að þarna sé fiskanna þörf og að allar aðstæður séu heppilegar, eða að minnsta kosti ekki fráleitar, er ákveðinni klakstöð, venjulega þeirri, sem næst er staðnum, hafi hún undir höndum þá tegund seiða, sem um er beðið, falið að af- greiða fiskinn. Forráðamaður klakstöðvarinnar lætur síðan þá menn, er umsóknina sendu, vita, nær stöðin er tilbúin að afhenda seiðin. Mæta þeir þá á stöðinni og veita alla þá hjálp er þeir mega við talningu seiðanna og vigtun, flutning þeirra að vatni því, er þau eiga að fara í, og dreifingu um það. I sumum tilfellum sjá þessir menn algerlega um flutning seið- anna og dreifingu, fá aðeins ýmis nauðsynleg tæki að láni hjá klakstöðvunum. Þessir flutningar eru oft ákaflega tímafrekir, og þess vegna er aðstoð utanaðkomandi manna mjög gagnleg og ævinlega vel þegin. Auðvitað eru óskir slíkar sein að framan getur ekki ætíð teknar til greina. Þær eru vandlega athugaðar af mönnuin, sem eru öllum slíkum hniitum kunnugir. Að þeirri athugun lokinni eru þær annaðhvort samþykktar eða þeim er hafnað. Varazt er að láta óskyldar tegundir í sama vatn eða nýja og framandi tegund fisks þar sem önnur er ríkjandi. Slíkt getur verið alger sóun á seiðunum eða annað verra. Þá koina og margvíslegar aðrar ytri aðstæður til greina, svo sem meðal- hitastig vatnsins, efnasamsetning þess o. fl. Miklu af seiðum er sleppt árlega án þess að beiðni hafi borizt uin þau. Er það þá gert eftir fyrir fram gerðri áætlun um við- hald og eflingu fiskstofnanna í umhverfinu. Hinar opinbern klakstöðvar selja ekki seiðin. Þau eru framlag i sjóð náttúru-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.