Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1948, Page 73

Andvari - 01.01.1948, Page 73
ANDVAIII Um fiskirækt í Bandarikjunum 69 Þessar fóðurtegundir úr dýraríkinu, sem að framan getur, voru lengi hinar einu viðurkenndu í amerískum klakstöðvum. Margir eldri menn líta enn svo á, að þær séu hið eina, sem íiskum sé raunverulega bjóðandi. En á síðari árum hafa nýjar tegundir fóðurs komið fram á sjónarsviðið, sem reynzt hafa ágætlega. Er sumt af þeim úr jurtaríkinu, en annað ekki. Meðal þessara nýju tegunda má nefna þurrmjólk, gerða bæði úr nýmjólk og undanrennu, hveiti, ýmsar tegundir fiskimjöls, mjöl úr soyabaunum, eða mjöl úr kjörnum baðmullarfræs. Þegar seiðin eru orðin að 1%—2" löngum sílum, er farið að hafa þessar nýju tegundir með í fóðurblöndunni. Á sumum klakstöðvum er notað um 60% af þeim, miðað við heildarmagn l'óðursins. Á öðrum klakstöðvum er gengið lengra og notað meira magn af þurru fóðri, en þurrt fóður er þessi mjölmatur kallaður. Yfirleitt er þó venjan sú að blanda saman þurra fóðrinu og liinu, sem fyrst var nefnt, en hlutföllin verða dá- lítið mismunandi eftir aðstöðu og möguleikum til útvegana á hverjum stað. í öllum fóðurblöndum er haft 4% salt. En saltið bindur og verðveitir næringarefni fóðursins og tefur fyrir því, að þau leysist úr því í vatninu. Einn aðalkostur þessa þurra fóðurs er sá, að það er mikl- um mun ódýrara heldur en t. d. nautgripalifur. Það er og þægi- legra í geymslu. Heilbrigði sílanna er alls ekki stofnað í neina hættu með notkun ofangreindra fóðurtegunda.. Margvíslegar tilraunir og rannsóknir, sem fram hafa farið, sanna það. Einn aðal forvígismaður að notkun þurrfóðurs var og er Abram V. Tunison, sem um skeið veitti forstöðu tilrauna- klakstöðinni í Carthum, N. Y. Er hann einn hinna færustu manna, sem Bandaríkjamenn eiga á sviði fiskiræktar. Það gæti verið gaman að segja nánar frá tilraunum og baráttu Tunisons, en það er önnur saga, sem ekki verður sögð hér. Eins og áður er sagt, er hið fyrsta fóður, sem seiðin fá, venjulegast nautgripalifur. Það er mjög áríðandi, að lifrin sé söxuð sem bezt, enda er hún hökkuð í rafmagnsvélum allt að 10—12 sinnum, meðan seiðin eru minnst. Síðan er hún þynnt út með dálitlu af vatni og i soppuna látið 4% af salti.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.