Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1948, Side 78

Andvari - 01.01.1948, Side 78
ANDVARI Um Bjarna Thorarensen. Eftir Grim Thomsen. Ritgerð þessa kallar Grlmur Thomsen „Skitse“ (drög eða riss), og birtist liún i úrsritinu „Gæa“ („Jörð“) 1845. Útgefandi þess var skáldið og rithöfundurinn P. L. Möller, sá hinn sami, er keppti 1841 við Grím um heiðursverðlaun Kaupmannahafnarliáskóla fyrir ritgerð um franskan skáld- skap og hlaut þau að vísu, enda var hann 6 árum eldri en Grimur, er þá var aðeins rúmlega tvítugur, og lærðari en hann var þá orðinn. En sá var þó dómur háskólans um ritgerð Gríms, að Inin væri hin prýðilegasta og mundi einnig hafa verðlaun hlotið, ef mátt hefði veita fleiri en ein.1) Aftur kcpptu þeir P. L. Möller og Grímur árið 1846, þá um ferðastyrk til útlanda til að framast í sínum fræðum, og í það skipti varð Grímur hlutskarpari, en P. L. Möller fékk sams konar styrk 2 árum siðar. — „Gæa“ flutti eingöngu fagur- fræðilegt efni, og rituðu i þennan árgang, auk útgefandans og Gríms, margir af ágætustu skáldum Dana, t. d. Oehlenschlæger, Blichcr, Hauch, Bödtcher, Chr. Winther, H. C. Andersen o. fl., og tvö höfuðskáld Norðmanna um þessar mundir, Welhaven og Wcrgeland. — Ritgerð Gríms, sú er hér birtist, er nú orðin meira en 100 ára og rituð á þeim tíma, er hin rómantíska listastefna réð enn lögum og lofum i Danmörku. Má því búast við að sumt í framsetningu hennar og bókmenntalegu viðliorfi kunni að koma nútíma- mönnum kynlega fyrir sjónir, ekki sízt liér á landi, þar sem svo mikil bylting er orðin á öllum bag manna og liugsunarhætti frá þvi, sem var fyrir einni öld, að dæmafátt mun vera. Engu að siður hef ég talið ómaksins vert að snúa henni á islenzku, bæði af því, að þar er margt skemmtilega sagt frá Bjarna Thorarensen, og þó einkanlega af því, að liún bregður birtu yfir þútt úr andlcgu lífi Gríms sjálfs og bókmenntalegt viðhorf hans um eitt skeið ævinnar. Aftan við ritgerðina eru þýðingar cftir Grim á 4 kvæðum Bjarna (Sig- rúnarljóð, Nóttin, Kysstu mig aftur og Freyjukettirnir). Eru þær allar vel af liendi leystar, svo sem vænta mátti, en sá einn ljóður á, að 3 hinna þýddu kvæða eru undir öðrum bragarliáttum en frumkvæðin. Afsakar Grímur þetta i niðurlagi ritgcrðarinnar, en þvi er sleppt hér, enda aðeins 4 línur. Sigurjón Jónsson læknir. 1) Sjá Sonur gullsmiðsins á Bessastöðum, bls. 34, og Thora Friðriks- son: Dr. Grimur Thomsen, bls. 17—18.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.