Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1948, Side 82

Andvari - 01.01.1948, Side 82
78 Grimur Thomsen ANDVARI er, nieð þeim mun meiri alúð sökkvir andi þeirra sér niður í bylgjur viðburðaríkrar fortíðar, ef hann er á annað borð gæddur nokkurri skáldgáfu. Tunga hennar er baldnari en svo, að hún geti sætt sig við að láta beizla sig með málfari erlendrar samtíðar sinnar, en í orðfæri sínu hefur hún geymt liinn sér- lcennilega þrótt og kjarna göfugrar fortíðar, er mundi þykja stinga mjög í stúf við einfaldleika og svipleysi hinna Norður- álfumálanna, ef bókmenntir hennar yrðu nokkurn tíma kunnar almenningi annars staðar. Þjóðin hefur varðveitt fornlega gamansemi tengda Iiljóðlátu þunglyndi, og er hvort tveggja ásamt öðru undirstaða skrumlausrar og þróttmikillar skap- gerðar. Loks á hin kynlega og hrikalega náttúra landsins, þar sem sí og æ skiptast á tignarlegur mikilfengleiki, unaðsleg sveitasæla og kaldranalegar, óyndislegar auðnir, ríkan þátt í að móta djúphugult og Ijóðrænt lundarfar. Þjóðernið skortir ekki andlegan þrótt til að skapa frumlega gáfumenn, en það hefur lika i sér fólgna hneigð til að láta sér lynda kjör sín; hún kemur gáfumönnunum til að draga af sér og bægir þeim frá að taka þátt í ólgandi lifi samtíðar sinnar, svo framarlega sem lífskjör þeirra taka ekki gagngerðum breytinguin. Þessi til- hneiging til að sætta sig við allt, scm er rauði þráðurinn í nú- tíð þjóðarinnar — því að hún lifir fyrst og fremst í endur- minningunni um fortíð sina — á rætur i þunglyndishneigð hennar og læsir sig jafnvel um allt hennar eðli, og hún er ein- mitt sá jarðvegur, sem hinn óframfærni Ijóðsnillingur er sprottinn úr, skáldið, sem hefur þá djúphyggju og innileik til að bera, sein vekur honum stöðugt óbeit á að láta ljóð sin liggja á glámbekk, svo sem er aðal og einkenni vorra tíma. Þessi óframfærni Ijóðsnillingur er íslendingurinn Bjarni Thorarensen. Hver sá, er nokkur kynni hefur af því, sem gengur og gerist í heimi bókmenntanna, hlýtur að furða sig á, að til skuli hafa verið sannarlegt skáld á 19. öldinni, er var einn af þeim fáu — þeir verða aldrei margir —, sein elcki kunni að meta svo gildi sitt, að hann kærði sig um hrós samtíðar sinnar, sem ekki lét sér annt um að ljóð sín geymdust og þaðan af síður um, að þau væru gefin út. Þótt hann hefði ekki verið

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.