Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1948, Side 91

Andvari - 01.01.1948, Side 91
ANDVARI Verklýðsmál á íslandi á ofanverðri 18. öld. [Bréf það, sem hér fer á eftir, var á sínuin tíma sent Landsnefndinni fyrri, sem svo var kölluð og hér starfaði á árunum 1770—71. Nefndin átti að kynna sér hagi lands og þjóðar í flestum greinum og aflaði hún sér i þessu skyni skýrslna og álitsgerða frá embættismönnum víðs vegar að af landinu. En auk þess var í erindisbréfi nefndarinnar öllum, sem eitthvað hefði til þessara mála að leggja, boðið að senda nefndinni crindi eða til- lögur um áhugaefni sín eða vandkvæði. Bréf þetta er stórum merkilegt fyrir þá sök, að það lýsir kjörum fátækustu alþýðu iandsins frá liennar eigin sjónarmiði. Eins og hréfið ber með sér, er það dagsett 16. apríl 1771, en komið er það í hendur nefndinni, er þá hafðist við í hinu nýbyggða tugthúsi á Arnarhóli við Reykjavík, tveimur dögum síðar, 18. apríl. Bendir þetta til þess, að það sé saman tekið i grennd við Reykjavík, enda benda iýsingar þær á starfskjörum og aðbúnaði, er bréfið hermir frá, fyrst og fremst til Suður- og Suðvesturlands, og þá einkum sjóplássanna þar. Ann- ars er með öllu óvíst, hver eða hverjir hafi að bréfi þessu staðið. En sá, sem færði það i letur, hefur þó að líkindum ekki verið venjulegur vinnu- maður, og meiri líkur til þess, að hann hafi verið eittlivað skólagenginn. Að öðru leyti þarfnast bréfið ekki skýringa. — Stafsetning er færð til nú- tiðarvenju, en orðmyndum haldið og frumritinu að öðru leyti fylgt trúlega. Þ. ./.] Konglegrar Majestatis háeðlavetbnrðigir Coramissarii. Þeir undirokuðu og undirþrykktu íslands innbyggjarar, nefni- lega vinnuraenn, vinnukonur og uppvaxandi fólk; í einu orði þeir fátæku i landinu, sem stynja undir sínu grátlegu ástandi, sera þeir verða að þola af sinura húsbændum og öðr- um þeirra yfirboðurum, inn senda þessa aumkvunarlega harma- raust með þessum memorial, til þeirra háu commissions herra, sem af guði og kónginum eru sendir nú í ár til þessa lands, til að yfirvega hvers eins ásigkomulag, í eftirfylgjandi póstum.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.