Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1948, Side 97

Andvari - 01.01.1948, Side 97
ANDVAIII Áréttinjí i lircnnu lagi 93 andvara. Bersýnilegt, allt of bersýnilegt er jafnvel illa skygn- um mönnum á þessi málefni, að leggja verður langt um meiri áherzluþunga en enn er gert á það að temja íslenzku- neinum í fyrsta lagi að ráða merkingar orða af mvndun þeirra, upp- runa og afleiðslu og samansetningu, svo að upp- komið fólk og skólagengið verði ekki sér til minnkunar að ófyrirsynju bert að því að skilja ekki orð síns eiginmáls, svo sem oft má nú heyra og sjá, i öðru lagi að skýrgreina hugmyndir sínar og hugrenningar og mynda réttilega orð um þær í samræmi við orðmyndunarlögmál tungunnar, svo sem þeim er raunar eðlilegt, sem óspilltir éru af hjána- legum lærdómi erlendra mála, svo að útsltrif- aðir standi nemarnir ekki uppi eins og glópar á siðan, ef þeir þurfa að gera sér og öðrum ljósar með orðum eiginnar tungu hugsanir, orðaðar af erlendum mönnum, og i þriðja lagi að varast að herma eftir í tali eða riti málfars- duttlunga, er stöku tilgerðarsamir rithöfundar hafa stundum til sundurgerðar eða i auglýsinga- skyni svo sem eftirtök og því mætti líklega helzt lcalla listrænt orðalag og orðaval, með því að slíkt er fráleitt ætlað til að viðhafa nema í eitt og eitt skipti — og er meira en nóg viðhöfn —, því að það er oft háskalega meingað af fárán- legum latmælum, afbökunum og erlendum slettum, — alveg óþarflegum afkáraskap og ógeðslegum og því óþolandi apaskap í annarra máli. Burt með allan slíkan óþverra úr almennu máli! „Háð- ungar-orð, sem eyrum Huldu særar ei skulu spilla“ tungu vorri meir. Nógsamleg forsmán er, að dæmi finnist jafnvel skólagenginna manna, sem verða að undri frammi fyrir al- þjóð, haldandi og haldandi fram, að ekki séu til í íslenzku

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.