Andvari - 01.01.1928, Síða 22
20
Jón Magnússon
Andvari
sameiginlega utanríkisstjórn, strandvarnir, peningasláttu
og æðsta dómstól.
Dönsk stjórnarvöld fara með ríkisvaldið að því er
kemur til þeirra mála, sem ákveðið er að sameiginleg
skuli vera, þar til öðru vísi er ákveðið með lögum, sem
samþykt eru bæði af íslenzku og dönsku löggjafarvaldi.
ísland tekur ekki þátt í kostnaðinum við sameiginleg
mál.
Nafn íslands verður tekið upp í titil konungs.
Danir á Islandi og Islendingar í Danmörk njóta í
öllum efnum sama réttar sem þeir ríkisborgarar, sem
fæddir eru í hlutaðeigandi landi. Fiskveiðar í landhelgi
eru frjálsar öllum ríkisborgurum án tillits til þess, hvar
þeir eiga heima«.
Þessi voru aðalatriði skjalsins. Samkvæmt því hugs-
uðu Danir sér úrslit samninganna þann veg, að konungs-
vald og ríkisborgararéttur yrðu sameiginleg mál, sem
ekki yrði hreyft við. En samningum um önnur mál, er
samið yrði um að yrðu sameiginleg, gæti ekki orðið
breytt nema með samþykki löggjafarvaldsins í báðum
ríkjunum. Þennan mikla skoðanamun þurfti að jafna, ef
samningar áttu að geta tekizt. Ágreiningur var líka um
nokkur smávægilegri atriði.
Það yrði of langt mál að gera hér grein fyrir því,
hvernig samningarnir gengu, samkvæmt þeim skjölum,
sem fram voru lögð frá báðum málsaðiljum. En tæplega
verður annað sagt, en að Islendingar hafi unnið þar
algerðan sigur. Auðvitað fengu Danir því framgengt, að
ríkisborgararétturinn hélzt sameiginlegur. Það mun hafa
verið þeim eitthvert mesta áhugamálið, en Islendingar
ófúsir til þeirrar tilslökunar. Svo virðist, sem á það megi
líta sem nokkurs konar endurgjald fyrir það, að Danir