Andvari - 01.01.1928, Síða 29
.Andvari
Jón Magnússon
27
oft hafa áhyggjurnar hlotið að vera miklar og ábyrgðin
þung, sem hann fann að á sér hvíldi. Ofan á alt annað,
sem hann hafði um að hugsa, bættist heimsókn konungs-
hjónanna síðustu dagana af æfi hans. Þau höfðust við í
húsi hans, meðan þau stóðu hér við, og það var verk
hans og konu hans, fremur en nokkurra annara, að sjá
um að viðtökurnar yrðu virðulegar. Mér er það minnis-
stætt, þegar eg sá hann síðasta sinn. Það var í veizlu
úti á konungsskipinu. Hann stóð mestallan tímann einn
utan við mannfjöldann og yrti ekki á neinn að fyrra
bragði. Eg fór að hugsa um, að honum mundi finnast
hann of þreyttur til þess að taka þátt í nokk-
urum samræðum.
A »Lögrétta«, sem mun hafa farið eftir hin-
3 ’ ' um áreiðanlegustu heimildum, skýrir svo
‘frá andláti hans og aðdragandanum að því:
»Þegar Kristján konungur X. og Alexandrína drotn-
ing fóru héðan norður um land 16. þ. m., buðu þau
forsætisráðherranum og frú hans með sér í ferðalagið
austur til Seyðisfjarðar, en þaðan héldu konungshjónin
til hafs og heimleiðis á herskipinu Niels Juel síðdegis
22. þ. m. Forsætisráðherrann og frú hans fóru þá yfir í
herskipið Gejser, sem fylgdi konungsskipinu hingað, og
átti það að flytja þau sunnan um iand til Reykjavíkur.
Gejser lá á Seyðisfirði til næsta kvölds, 23. þ. //?., og
hélt þá til Norðfjarðar. Þar vildi forsætisráðherra koma
og skoða æskustöðvar sínar, sem hann hafði ekki aug-
um litið í 45 ár. Hann fór einn í land um kvöldið, og
mun hafa ætlað að útvega sér hesta til þess að fara
næsta dag inn að Skorrastað. Gekk hann inn í hús séra
Jóns Guðmundssonar, og hitti hann heima. Og er þeir
höfðu talazt við stutta sfund, bauð séra Jón honum að
þiggja eitthvað hjá sér, en forsætisráðherra sagði þá, að