Andvari - 01.01.1928, Qupperneq 53
Andvari
Þingstjórn og þjóðstjórn
51
varpi, getur ekki á þremur mánuðum fengið 7000
undirskriftir um þjóðaratkvæðagreiðslu, þá er það
þýðingarlaust, að hún fari fram. Afdrif málsins eru
þá sjáanleg fyrir fram og atkvæðagreiðslan að eins
til kostnaðarauka.
3. Þegar tíundi hluti kjósenda krefst þess með skrif-
legum áskorunum, að eitthvert mál sé lagt fyrir
alþingi, er stjórnin skyldug til þess að gera það
þegar í stað.
Það getur oft komið fyrir, að allmikill hluti þjóð-
arinnar hafi mikinn áhuga fyrir einhverju máli, þó
að stjórnin og fylgismenn hennar á þingi hafi ekki
hirt um að koma því á framfæri. Það er því rétt-
mætt og sanngjarnt að gefa kjósendum rétt til þess
að geta knúið stjórnina til þess að koma málinu
inn á þing. Þó að það nái ekki framgangi, þá vinnst
þó allt af það við umræðurnar á alþingi, að málið
skýrist, svo að kjósendur fara að gefa því meira gaum
og eiga auðveldara með að átta sig á því næst, er
það kemur til þeirra kasta. Um slík mál geta kosn-
ingar svo oft snúizt síðar meir.
Nú munu sumir segja, að þetta sé þýðingarlaust,
því að ef málið hafi fylgi svo margra kjósenda, þá
muni jafnan vera einhverir þingmenn fúsir til þess
að flytja það. En þetta er alls ekki víst. Málið getur
átt mikil ítök í þjóðinni, þó að enginn þingflokk-
ur kæri sig um að taka það að sér. Má í þessu
sambandi nefna bannlögin. A hverju þingi eiga sæti
allmargir andbannsmenn, en enginn þorir þó að
leggja til, að þau lög verði afnumin. Með þeirri til-
högun, sem hér hefir verið stungið upp á, yrði
þingið að taka þau til meðferðar, ef 5000 kjós-
endur óskuðu þess. Sennilega kæmu bannlögin þá